Innlent

REI málið var mistök

Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson.

„Ég get svo sem ekkert litið á þetta REI mál annað en sem stórkostleg mistök. Hvort sem er af minni hálfu eða annarra," sagði Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, í Kastljósi í kvöld.

Hann sagði að það hefðu verið mistök af sinni hálfu að þiggja það að koma að REI málinu. Í öðru lagi hefðu það verið mistök af sinni hálfu að keyra málið jafn hratt og raun bara vitni. Þá hefðu það jafnframt verið mistök að semja um sameiningu REI og Geysis Green Energy og draga þannig FL Group að borðinu sem hluthafa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×