Innlent

Óvíst að tíma­áætlunin haldi

Náist ekki samkomulag við kröfuhafa bankanna um verð fyrir þær eignir sem færðar voru yfir í þá nýju er ekki útilokað að þeim verði afhentir einn eða fleiri þeirra í einu lagi.

Ekki verða gefnir frekari frestir til að ná samkomulagi en sá sem síðast var gefinn til 17. næsta mánaðar, að sögn Gunnars Þ. Andersen, forstjóra FME. Náist ekki samkomulag má búast við að FME taki einhliða ákvörðun um uppgjörið. Bæði Gunnar og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segja enn allar leiðir opnar hvað varðar uppgjör við kröfuhafana.

Þar á meðal að kröfuhafarnir eignist bankana í einhverri mynd, eða að opnað verði á endurmat á virði yfirfærðra eigna þegar frá líði.

- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×