Erlent

Skutu námsmann í nasistabúningi

MIles Murphy
MIles Murphy MYND/AP

Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum sætir nú harðri gagnrýnni eftir að hún skaut ungan námsmann til bana á nýársdag. Maðurinn þótti ógnvekjandi þar sem hann var klæddur í þýskan hermannabúning frá tímum seinni heimstyrjaldar en vinir og ættingar segja að hann hafi einungis klætt sig upp í tilefni áramótanna.

Miles Murphy var 22 ára gamall og lagði stund á þýsku við Washington Háskólann í Seattle í Bandaríkjunum. Hann hafði mikinn áhuga á öllu því sem snertir seinni heimsstyrjöldina og hafði komið sér upp dágóðu safni af allskyns munum.

Á nýársdag klæddi hann sig í gamlan þýskan hermannabúning frá tímum seinni heimsstyrjaldar og var ennfremur vopnaður riffli frá sama tíma.

Lögreglan var kölluðu að íbúð Murphys eftir að nágrannar heyrðu fjölmarga skothvelli.Að sögn lögreglunnar veifaði Murphy rifflinum með ógnvekjandi hætti og var hann þá umsvifalaust skotinn - alls sjö sinnum. Í íbúðinni fann lögreglan meðal annars mikið magn af áfengi og skotfærum.

Lögreglan hefur sætt harðri gagnrýni vegna málsins. Vinir Murphys og ættingjar segja að hann hafi einungis klætt sig upp í tilefni áramótanna. Murphy hafi verið sérvitringur en alls ekki hættulegur. Lögregluþjónunum sem skutu Murphy hefur verið vikið frá störfum á meðan málið er í rannsókn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×