Erlent

Leyfi hermanna í Írak afturkölluð

Óli Tynes skrifar
Morðingjarnir í Írak hlífa ekki börnum frekar en öðrum.
Morðingjarnir í Írak hlífa ekki börnum frekar en öðrum.

Um eitthundrað og þrjátíu þúsund bandarískir hermenn eru enn í Írak. Brottflutningur þeirra er hinsvegar í undirbúningi en honum á að ljúka tvöþúsund og ellefu.

Einn liður í þeirri áætlun er að Írakar taki sjálfir við allri öryggisgæslu áður en bandaríska liðið fer.

Því munu bandarískir hermenn á þriðjudag hverfa úr öllum bæjum og borgum og flytja inn í stórar herstöðvar utan við Bagdad og fleiri borgir.

Þeir munu því ekki taka frekari þátt í öryggisgæslu nema þeir verði sérstaklega kallaðir út sem liðsauki.

Stjórnvöld telja næsta víst að hryðjuverkamenn muni reyna að notfæra sér þetta til frekari árása.

Raunar hefur árásum þegar fjölgað og hátt á annað hundrað manns látið lífið undanfarna daga.

Eins og venjulega eru það óbreyttir borgarar, karlmenn konur og börn sem verða fyrir árásunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×