Harmur englanna bestur 16. desember 2009 06:00 Bókmenning Helgi Björnsson tekur við viðurkenningu frá tveimur þaulvönum bóksölukonum, Kristínu Gísladóttur frá Bóksölu stúdenta og Bryndísi Loftsdóttur frá Eymundsson Pennanum, á Aragötunni í gær. Mynd frettabladid/gva Niðurstöður í árlegri verðlaunaveitingu starfsfólks í bókaverslunum voru tilkynntar í gær og er það í tíunda sinn sem starfsmenn bókaverslana safna saman áiti sínu um mikilvægustu útgáfuverk, ekki aðeins í einum flokki heldur sjö. Verðlaunin eru veitt í flokkunum íslensk skáldverk, þýdd skáldverk, íslenskar barnabækur, þýddar barnabækur, ævisögur, ljóð og fræði- og handbækur. Sextíu bóksalar tóku þátt þetta árið og var mjótt á munum í mörgum flokkum, til dæmis skildu tvö atkvæði að fyrsta og annað sætið í skáldsögunum. Verðlaunaféð er 0 kr. og hefur ekkert breyst frá upphafi. Hins vegar láta aðstandendur prenta límmiða sem gjarnan skreyta þær bækur sem valdar eru. Verðlaunabækur bóksölufólks hafa oft reynst hafa sterkari stöðu er frá líður en þau verk sem tilnefnd eru eða verðlaunuð í verðlaunarekstri Félags íslenskra bókaútgefenda og embættis forseta Íslands, til dæmis völdu bóksölumenn Öxina og jörðina og Himnaríki og helvíti bestu bækur sinna útgáfuára – en hvorug þeirra var tilnefnd eða hlaut hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Upplýsingar um hvaða bækur bóksalar hafa valið síðastliðin níu ár má nálgast á vef Borgarbókasafnsins: http://www.borgarbokasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-3449//5529_read-13458/. Í dálknum hér til hliðar má sjá hvernig tókst til um valið, ekki aðeins hvaða titlar settust í fyrstu sætin, heldur líka hverjir komu þar á eftir, í nokkrum flokkum allt að fimm titlar. Skáldsaga Jóns Kalmans, Harmur englanna sem Bjartur gefur út er talin besta skáldsagan, en Leikur engilsins eftir Carlos Ruiz Zafón besta þýdda skáldsagan, en útgefandi er Mál og menning – Forlagið. Í fræðiritum var Jöklasaga Helga Björnssonar í mestum metum, en hún er frá forlaginu Opnu. Gyrðir Elíasson er talinn hafa sent frá sér markverðustu ljóðabókina, Nokkur orð um kulnun sólar sem Uppheimar gefa út. Besta barnabókin er talin vera útgáfa Máls og menningar á úrvali Silju Aðalsteinsdóttur á sögum, þjóðsögum og ævintýrum, úr safni Jóns Árnasonar og fleiri, en bókina myndskreytir Halldór Baldursson. Besta þýdda barnabókin er valin Hver er sterkastur eftir Mario Ramos sem Bjartur gefur út. Af góðu úrvali ævisagna velja bóksölumenn ævisögu Vigdísar sem Páll Valsson skráði. pbb@frettabladid.is Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira
Niðurstöður í árlegri verðlaunaveitingu starfsfólks í bókaverslunum voru tilkynntar í gær og er það í tíunda sinn sem starfsmenn bókaverslana safna saman áiti sínu um mikilvægustu útgáfuverk, ekki aðeins í einum flokki heldur sjö. Verðlaunin eru veitt í flokkunum íslensk skáldverk, þýdd skáldverk, íslenskar barnabækur, þýddar barnabækur, ævisögur, ljóð og fræði- og handbækur. Sextíu bóksalar tóku þátt þetta árið og var mjótt á munum í mörgum flokkum, til dæmis skildu tvö atkvæði að fyrsta og annað sætið í skáldsögunum. Verðlaunaféð er 0 kr. og hefur ekkert breyst frá upphafi. Hins vegar láta aðstandendur prenta límmiða sem gjarnan skreyta þær bækur sem valdar eru. Verðlaunabækur bóksölufólks hafa oft reynst hafa sterkari stöðu er frá líður en þau verk sem tilnefnd eru eða verðlaunuð í verðlaunarekstri Félags íslenskra bókaútgefenda og embættis forseta Íslands, til dæmis völdu bóksölumenn Öxina og jörðina og Himnaríki og helvíti bestu bækur sinna útgáfuára – en hvorug þeirra var tilnefnd eða hlaut hin Íslensku bókmenntaverðlaun. Upplýsingar um hvaða bækur bóksalar hafa valið síðastliðin níu ár má nálgast á vef Borgarbókasafnsins: http://www.borgarbokasafn.is/desktopdefault.aspx/tabid-3449//5529_read-13458/. Í dálknum hér til hliðar má sjá hvernig tókst til um valið, ekki aðeins hvaða titlar settust í fyrstu sætin, heldur líka hverjir komu þar á eftir, í nokkrum flokkum allt að fimm titlar. Skáldsaga Jóns Kalmans, Harmur englanna sem Bjartur gefur út er talin besta skáldsagan, en Leikur engilsins eftir Carlos Ruiz Zafón besta þýdda skáldsagan, en útgefandi er Mál og menning – Forlagið. Í fræðiritum var Jöklasaga Helga Björnssonar í mestum metum, en hún er frá forlaginu Opnu. Gyrðir Elíasson er talinn hafa sent frá sér markverðustu ljóðabókina, Nokkur orð um kulnun sólar sem Uppheimar gefa út. Besta barnabókin er talin vera útgáfa Máls og menningar á úrvali Silju Aðalsteinsdóttur á sögum, þjóðsögum og ævintýrum, úr safni Jóns Árnasonar og fleiri, en bókina myndskreytir Halldór Baldursson. Besta þýdda barnabókin er valin Hver er sterkastur eftir Mario Ramos sem Bjartur gefur út. Af góðu úrvali ævisagna velja bóksölumenn ævisögu Vigdísar sem Páll Valsson skráði. pbb@frettabladid.is
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Fleiri fréttir Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sjá meira