Erlent

Fyrsta svínaflensudauðsfallið í Evrópu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fyrsta dauðsfallið af völdum svínaflensu í Evrópu er komið fram og var þar um að ræða skoskan einstakling sem þó hafði verið heilsuveill áður en hann fékk svínaflensuna. Á fimmta hundrað tilfelli flensunnar hafa verið staðfest í Skotlandi. Í yfirlýsingu frá skosku ríkisstjórninni sagðist stjórnin harma dauðsfallið og enn fremur að engar upplýsingar um hinn látna yrðu gefnar að svo stöddu þar sem fjölskylda hans hefði óskað eftir svigrúmi og tíma til að syrgja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×