Innlent

Obama á HM í knattspyrnu

barack obama
barack obama

Talsmaður Baracks Obama telur mjög líklegt að Bandaríkjaforsetinn verði viðstaddur opnunarhátíð Heimsmeistaramótsins (HM) í knattspyrnu, sem fram fer í Suður-Afríku næsta sumar. Það yrði í fyrsta skipti í sextán ár sem forseti Bandaríkjanna yrði viðstaddur opnun á mestu knattspyrnukeppni heims, eða síðan Bill Clinton vígði HM í Bandaríkjunum árið 1994.

Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA), sagðist á mánudag hafa boðið Obama á hátíðina og að forsetinn hefði þáð boðið. Obama hefur í viðtölum talað um aðdáun sína á knattspyrnu og að hann horfi oft á leiki úr ensku úrvalsdeildinni í sjónvarpi.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×