Innlent

Sparperur glata frekar ljómanum

Sparpera Ný könnun leiðir í ljós að ágæti „sparpera“ sem notast við minna rafmagn en hefðbundnar kann að hafa verið orðum aukið.
Sparpera Ný könnun leiðir í ljós að ágæti „sparpera“ sem notast við minna rafmagn en hefðbundnar kann að hafa verið orðum aukið.

Hefðbundnar ljósaperur sem víða lúta orðið í lægra haldi halda ljósgjafarstyrk sínum nær að fullu allan líftíma sinn. Ný rannsókn sem breska dagblaðið Telegraph greinir frá hefur leitt í ljós að svokallaðar „sparperur" hafa glatað yfir fimmtungi af ljósstyrk sínum þegar þær hætta að virka.

Niðurstaða greinarinnar er sú að neytendur séu á reglubundinn hátt mataðir á röngum upplýsingum um ágæti orkusparandi ljósapera.

„Mikill munur er á því sem lofað er á umbúðum flestra peranna og raunveruleikans. Því er engin furða hvað margir notendur eru óánægðir með perurnar," hefur Telegraph eftir Dickon Ross, ritstjóra E&T. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×