Innlent

Handtekinn fimm ára gamall

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikael Torfason var handtekinn fimm ára að eigin sögn.
Mikael Torfason var handtekinn fimm ára að eigin sögn.
Mikael Torfason, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri DV, var handtekinn í fyrsta sinn á ævinni þegar hann var fimm ára gamall. „Ég var handtekinn í fyrsta sinn þegar ég var fimm að verða sex og strauk af leikskólanum Steinahlíð og fór heim til mín og reyndi að kveikja í stigaganginum," segir Mikael í samtali við Miðjuna, nýtt vefrit um menningu og dægurmál.

Þetta er þó ekki vandræðalegasta augnablik í lífi Mikaels því að hann greinir jafnframt frá því að einu sinni hafi verið Grease ball í skólanum hjá honum og þeir félagarnir verið í hvítum bolum, leðurjökkum og með brilljantín í hárinu. „Við ákváðum að þetta væri svo töff að við myndum mæta svona daginn eftir. Ég var sem sagt eini sem mætti þannig. Fór heim í frímínútum og skipti um föt. Þetta var vandræðalegt," segir Mikael í samtali við Miðjuna.

Það er Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir sem ritsýrir Miðjunni. Í fréttatilkynningu vegna opnunar vefsins segir að vefurinn sé borgaralegur fjölmiðill, það þýði einfaldlega að allir notendur geti skrifað greinar, fréttir, frásagnir, gagnrýni eða tekið þátt í umræðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×