Hanna Birna: Uppsagnir ekki á dagskrá 3. desember 2009 12:00 Hanna Birna. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var lögð fram í morgun, en spara á yfir þrjá milljarða króna. Engin sparnaðarkrafa verður gerð á velferðarsviði, en fjögurra prósenta niðurskurður verður á leikskóla- mennta- og íþrótta og tómstundasviði. Sparnaðarkrafan verður öllu meiri í framkvæmdum, viðhaldi og í starfsmannamálum, þó stendur ekki til að segja neinum upp, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Frumvarp um fjárhagsáætlun var lagt fram í borgarstjórn Reykjavíkur í morgun. Í áætluninni er gert ráð áframhaldandi samdrætti í tekjum borgarinnar. Meirihlutinn segir að honum verði mætt með hagræðingu í stjórnsýslu og rekstri, en skattar og gjöld fyrir grunnþjónustu verði ekki hækkuð. Engin hagræðingarkrafa er gerð á velferðarsviði en gert er ráð fyrir að menntasvið, leikskólasvið og ÍTR hagræði um 4% í rekstrinum. Þá er gerð 9% hagræðingarkrafa á öðrum sviðum borgarinnar, svosem framkvæmda og umhverfissviði. Í allt er stefnt á að spara 3,3 milljarða króna hjá borginni. Tæpur fimmtungur sparnaðarins á að nást með auknum samrekstri og auknu eftirliti. Þá á um fjórðungur sparnaðarins að nást með hagræðingu í viðhaldi og húsnæðiskostnaði borgarinnar og annað eins með hagræðingu í samningum og styrkjum. Þá verður aðhald í ráðningum og launaútgjöldum, en ekki stendur til að segja upp fólki. „Við erum að hagræða á öllum sviðum. Við erum að hagræða í stjórnsýslu og almennum rekstri og þannig tekst okkur að gera þetta án þess að hækka skatta og hækka gjaldskrár sem er aðalatriðið,“ sagði Hanna Birna í samtali við fréttastofu. Borgarstjóri fullyrðir að hagræðingin komi ekki til með að koma niður á börnum. „Við almennir borgarar munum kannski finna fyrir henni í minni viðhaldi, minni slætti, minni hreinsun og allskonar hlutum sem við höfum gert vel á undanförnum árum en getum aðeins beðið með.“ Foreldrar leikskólabarna fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsinu í morgun þegar fjárhagsáætlunin var rædd. Foreldrarnir vildu leggja áherslu á að niðurskurður borgarinnar myndi ekki bitna á leikskólabörnum. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var lögð fram í morgun, en spara á yfir þrjá milljarða króna. Engin sparnaðarkrafa verður gerð á velferðarsviði, en fjögurra prósenta niðurskurður verður á leikskóla- mennta- og íþrótta og tómstundasviði. Sparnaðarkrafan verður öllu meiri í framkvæmdum, viðhaldi og í starfsmannamálum, þó stendur ekki til að segja neinum upp, segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri. Frumvarp um fjárhagsáætlun var lagt fram í borgarstjórn Reykjavíkur í morgun. Í áætluninni er gert ráð áframhaldandi samdrætti í tekjum borgarinnar. Meirihlutinn segir að honum verði mætt með hagræðingu í stjórnsýslu og rekstri, en skattar og gjöld fyrir grunnþjónustu verði ekki hækkuð. Engin hagræðingarkrafa er gerð á velferðarsviði en gert er ráð fyrir að menntasvið, leikskólasvið og ÍTR hagræði um 4% í rekstrinum. Þá er gerð 9% hagræðingarkrafa á öðrum sviðum borgarinnar, svosem framkvæmda og umhverfissviði. Í allt er stefnt á að spara 3,3 milljarða króna hjá borginni. Tæpur fimmtungur sparnaðarins á að nást með auknum samrekstri og auknu eftirliti. Þá á um fjórðungur sparnaðarins að nást með hagræðingu í viðhaldi og húsnæðiskostnaði borgarinnar og annað eins með hagræðingu í samningum og styrkjum. Þá verður aðhald í ráðningum og launaútgjöldum, en ekki stendur til að segja upp fólki. „Við erum að hagræða á öllum sviðum. Við erum að hagræða í stjórnsýslu og almennum rekstri og þannig tekst okkur að gera þetta án þess að hækka skatta og hækka gjaldskrár sem er aðalatriðið,“ sagði Hanna Birna í samtali við fréttastofu. Borgarstjóri fullyrðir að hagræðingin komi ekki til með að koma niður á börnum. „Við almennir borgarar munum kannski finna fyrir henni í minni viðhaldi, minni slætti, minni hreinsun og allskonar hlutum sem við höfum gert vel á undanförnum árum en getum aðeins beðið með.“ Foreldrar leikskólabarna fjölmenntu á áhorfendapallana í Ráðhúsinu í morgun þegar fjárhagsáætlunin var rædd. Foreldrarnir vildu leggja áherslu á að niðurskurður borgarinnar myndi ekki bitna á leikskólabörnum.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Sjá meira