Innlent

David Lynch gaf íhugunarfélaginu 13 milljónir

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn og framleiðandinn David Lynch hefur gefið Íslenska íhugunarfélaginu 13 milljónir íslenskra króna. Um 600 manns hafa skráð sig hjá félaginu á rúmum mánuði og nýjar höfuðstöðvar hafa verið teknar í notkun.

 

Lynch hélt fyrirlestur í Háskólabíó í maí sl. um mátt innhverfrar íhuganar. Lynch sagði þá að í fámennu þjóðfélagi eins og Íslandi þyrfti ekki nema um 200 manns að stunda innhverfa íhugun í hópi til að breyta þjóðfélaginu. Eftir fyrirlestur Lynch hafa um 600 manns skráð sig hjá Íslenska íhugunarfélaginu, nýjar höfuðstöðvar félagsins verið opnaðar í Skúlatúni og fimm kennarar verið ráðnir. Nú hefur Lynch gefið félaginu 13 milljónir íslenskra króna til að gera sem flestum kleift að læra innhverfa íhugun.

 

David hefur einnig hannað boli fyrir félagið og mun allur ágóði af sölunni rennur til starfseminnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×