Bandaríkjamenn sigla við landið á risastórri snekkju 18. september 2009 03:30 Flest allar íbúðir um borð í Le Boreal hafa eigin svalir og ekki ætti að væsa um gestina sem eru um borð; sundlaug, glæsilegur franskur veitingastaður og líkamsræktarstöð eru meðal þess sem þeir geta nýtt sér á ferðinni um Ísland. „Við erum alltaf að leita að nýjum stöðum og margir af okkar viðskiptavinum hafa lýst yfir áhuga sínum á að sigla í kringum Ísland,“ segir Tom Armstrong, upplýsingafulltrúi bandarísku ferðaskrifstofunnar Tauck. Ferðaskrifstofan sérhæfir sig í siglingum um allan heim og er með skip á hundrað áfangastöðum. Hún er margverðlaunuð og þykir raunar fremst í sínu fagi enda fagnar fyrirtækið 85 ára afmæli á næsta ári. Ísland er nú að verða eitt af áfangastöðum þessarar virtu ferðaskrifstofu en Tauck hyggst bjóða upp á glæsilega átta siglingu við Ísland í lok júlí. Armstrong vill ekki nota orðið „lúxus“ um ferðina enda sé það orð alltof gildishlaðið og einhvern veginn bundið við rándýrar kampavínsflöskur og einhverja vitleysu. „Hins vegar er það ekkert launungarmál að þessi ferð er fyrir fólk sem hefur nóg á milli handanna,“ segir Tom. Og það má til sanns vegar færa, fargjald fyrir tvo í dýrasta herberginu kostar rúma milljón. Farseðillinn til Íslands fyrir þá sem ætla að vera á almenna farrýminu er á tæpar 800 þúsund krónur en Tom segir allt innifalið í því verði; mat, drykki, ferðir og skatta. Til siglingarinnar verður notuð glæný, 466 feta snekkja, Le Boreal, sem tekur 264 gesti og 140 manna áhöfn. Nánast allar íbúðir snekkjunnar vísa út á haf og gestirnir hafa sínar eigin svalir. Ekki ætti heldur að væsa um gestina um borð; sundlaug, glæsilegur franskur veitingastaður, kvikmynda- og ráðstefnusalur auk líkamsræktarstöðvar og gufubaðs eru meðal þess sem gestirnir geta nýtt sér á meðan þeir sigla um hafið við Ísland. Dagskrá gestanna um borð í Le Boreal er þéttskipuð. Þeir fljúga til Íslands og dvelja fyrstu nóttina á Hilton-hótelinu við Suðurlandsbraut. Og svo er lagt úr höfn daginn eftir og haldið á Snæfellsnes. Grímsey verður síðan næst fyrir valinu, svo Akureyri, Vestfirðir, Vestmannaeyjar. Loks verða Þingvellir, Gullfoss og Geysir skoðaðir og ferðinni lýkur svo á Reykjanesskaga þar sem gestirnir geta slakað á í Bláa lóninu og skoðað Víkingaheima í Reykjanesbæ. Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
„Við erum alltaf að leita að nýjum stöðum og margir af okkar viðskiptavinum hafa lýst yfir áhuga sínum á að sigla í kringum Ísland,“ segir Tom Armstrong, upplýsingafulltrúi bandarísku ferðaskrifstofunnar Tauck. Ferðaskrifstofan sérhæfir sig í siglingum um allan heim og er með skip á hundrað áfangastöðum. Hún er margverðlaunuð og þykir raunar fremst í sínu fagi enda fagnar fyrirtækið 85 ára afmæli á næsta ári. Ísland er nú að verða eitt af áfangastöðum þessarar virtu ferðaskrifstofu en Tauck hyggst bjóða upp á glæsilega átta siglingu við Ísland í lok júlí. Armstrong vill ekki nota orðið „lúxus“ um ferðina enda sé það orð alltof gildishlaðið og einhvern veginn bundið við rándýrar kampavínsflöskur og einhverja vitleysu. „Hins vegar er það ekkert launungarmál að þessi ferð er fyrir fólk sem hefur nóg á milli handanna,“ segir Tom. Og það má til sanns vegar færa, fargjald fyrir tvo í dýrasta herberginu kostar rúma milljón. Farseðillinn til Íslands fyrir þá sem ætla að vera á almenna farrýminu er á tæpar 800 þúsund krónur en Tom segir allt innifalið í því verði; mat, drykki, ferðir og skatta. Til siglingarinnar verður notuð glæný, 466 feta snekkja, Le Boreal, sem tekur 264 gesti og 140 manna áhöfn. Nánast allar íbúðir snekkjunnar vísa út á haf og gestirnir hafa sínar eigin svalir. Ekki ætti heldur að væsa um gestina um borð; sundlaug, glæsilegur franskur veitingastaður, kvikmynda- og ráðstefnusalur auk líkamsræktarstöðvar og gufubaðs eru meðal þess sem gestirnir geta nýtt sér á meðan þeir sigla um hafið við Ísland. Dagskrá gestanna um borð í Le Boreal er þéttskipuð. Þeir fljúga til Íslands og dvelja fyrstu nóttina á Hilton-hótelinu við Suðurlandsbraut. Og svo er lagt úr höfn daginn eftir og haldið á Snæfellsnes. Grímsey verður síðan næst fyrir valinu, svo Akureyri, Vestfirðir, Vestmannaeyjar. Loks verða Þingvellir, Gullfoss og Geysir skoðaðir og ferðinni lýkur svo á Reykjanesskaga þar sem gestirnir geta slakað á í Bláa lóninu og skoðað Víkingaheima í Reykjanesbæ.
Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning