Eggert á Íslandsbryggju 12. september 2009 04:30 Myndlist Eggert Pétursson sýnir í Höfn um komandi helgi. Um miðjan september verður opnuð sýning með nýjustu verkum Eggerts Péturssonar í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Sýningin tengist opnun Listamesssunnar í Höfn sem hefst um næstu helgi. Í tengslum við hana gefur bókaútgáfan Crymogea af þessu tilefni út bókina Blómalandið þar sem sýnd eru öll verk sýningarinnar og ítarlega fjallað um feril og list Eggerts. Andri Snær Magnason rithöfundur ritar burðarritgerð bókarinnar, Blómalandið, og fjallar þar um verk Eggerts í víðu samhengi listasögu, raunvísinda og umhverfisskynjunar. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir, listfræðingur og forstöðumaður Hafnarborgar, og ritar hún inngang að bókinni sem er hönnuð af Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríði Þorsteins og er mjög óvenjuleg að allri gerð. Bókin er „lífræn“ í umfangi og stærð, nánast engar blaðsíður hennar eru jafn stórar, í henni eru fjórar stórar „útfellur“ (fold-outs) og handbundin saman með þræði. Það er prentsmiðjan Prentmet sem prentaði bókina og batt hana inn. Þær Hildigunnur og Snæfríð hafa áður hannað bók um verk Eggerts sem kom út í tilefni af yfirlitssýningu hans á Kjarvalsstöðum árið 2007 og bókina Flora Islandica, safn teikninga Eggerts af íslenskum háplöntum, sem Crymogea gaf út 2008. Fyrir hönnun þeirrar bókar hlutu þær verðlaun í flokki grafískrar hönnunar fyrir prentmiðla í árlegri samkeppni FÍT og silfurverðlaun í flokki bóka og bæklinga í samkeppni evrópskra hönnuða, Art Directors Club of Europe, í Barcelona í júní 2009. Sýningin á verkum Eggerts í Nordatlantens Brygge stendur frá 17. september 2009 til 3. janúar 2010. Öll verkin eru olíumálverk og unnin á síðustu tveimur árum. Fyrir verk sín hefur Eggert öðlast ýmsar viðurkenningar, til dæmis silfurverðlaun Carnegie Art Award árið 2006 og unnið sér sess sem einn kunnasti og dáðasti samtímalistamaður Íslendinga. Bókin er á þremur tungumálum: íslensku, dönsku og ensku. Kim Lembeck þýddi textana á dönsku og Anna Yates á ensku. Bókin er til sölu í bókabúðum á Íslandi og í Danmörku og fæst einnig hjá útgefanda, Crymogeu, í verslun forlagsins að Barónsstíg 27.- pbb Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Fleiri fréttir Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Sjá meira
Um miðjan september verður opnuð sýning með nýjustu verkum Eggerts Péturssonar í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn. Sýningin tengist opnun Listamesssunnar í Höfn sem hefst um næstu helgi. Í tengslum við hana gefur bókaútgáfan Crymogea af þessu tilefni út bókina Blómalandið þar sem sýnd eru öll verk sýningarinnar og ítarlega fjallað um feril og list Eggerts. Andri Snær Magnason rithöfundur ritar burðarritgerð bókarinnar, Blómalandið, og fjallar þar um verk Eggerts í víðu samhengi listasögu, raunvísinda og umhverfisskynjunar. Sýningarstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir, listfræðingur og forstöðumaður Hafnarborgar, og ritar hún inngang að bókinni sem er hönnuð af Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríði Þorsteins og er mjög óvenjuleg að allri gerð. Bókin er „lífræn“ í umfangi og stærð, nánast engar blaðsíður hennar eru jafn stórar, í henni eru fjórar stórar „útfellur“ (fold-outs) og handbundin saman með þræði. Það er prentsmiðjan Prentmet sem prentaði bókina og batt hana inn. Þær Hildigunnur og Snæfríð hafa áður hannað bók um verk Eggerts sem kom út í tilefni af yfirlitssýningu hans á Kjarvalsstöðum árið 2007 og bókina Flora Islandica, safn teikninga Eggerts af íslenskum háplöntum, sem Crymogea gaf út 2008. Fyrir hönnun þeirrar bókar hlutu þær verðlaun í flokki grafískrar hönnunar fyrir prentmiðla í árlegri samkeppni FÍT og silfurverðlaun í flokki bóka og bæklinga í samkeppni evrópskra hönnuða, Art Directors Club of Europe, í Barcelona í júní 2009. Sýningin á verkum Eggerts í Nordatlantens Brygge stendur frá 17. september 2009 til 3. janúar 2010. Öll verkin eru olíumálverk og unnin á síðustu tveimur árum. Fyrir verk sín hefur Eggert öðlast ýmsar viðurkenningar, til dæmis silfurverðlaun Carnegie Art Award árið 2006 og unnið sér sess sem einn kunnasti og dáðasti samtímalistamaður Íslendinga. Bókin er á þremur tungumálum: íslensku, dönsku og ensku. Kim Lembeck þýddi textana á dönsku og Anna Yates á ensku. Bókin er til sölu í bókabúðum á Íslandi og í Danmörku og fæst einnig hjá útgefanda, Crymogeu, í verslun forlagsins að Barónsstíg 27.- pbb
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Fleiri fréttir Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Sjá meira