Erlent

Bílsprengja sprakk í Aþenu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tæknilið lögreglu rannsakar vettvanginn.
Tæknilið lögreglu rannsakar vettvanginn. MYND/Reuters

Bílsprengja sprakk við kauphöllina í Aþenu, höfuðborg Grikklands, í morgun og skemmdi átta bíla auk þess sem töluvert tjón varð á kauphöllinni. Kona slasaðist lítillega í sprengingunni en dagblaði í borginni hafði borist aðvörun skömmu áður en sprengjan sprakk. Á sama tíma sprakk sprengja fyrir utan opinbera byggingu í borginni Þessaloníku. Mikil ólga hefur verið í Grikklandi síðan lögreglumenn skutu ungling til bana í desember í fyrra og komu af stað óeirðabylgju um allt landið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×