Erlent

Björgunarfólk vinnur hörðum höndum á Jövu

Frá sjúkrahúsi á vesturhluta Jövu í dag. Mynd/AP
Frá sjúkrahúsi á vesturhluta Jövu í dag. Mynd/AP
Minnst 35 fórust og 13 þúsund heimili eyðilögðust í öflugum jarðskjálfta sem skók indónesísku eyjuna Jövu í morgun. Björgunarfólk vinnur hörðum höndum að því að reyna að ná út fólki úr rústum hruninna og hálfhruninna bygginga.

Skjálftinn var sjö á Richter og skók byggingar í indónesísku höfuðborginni Jakarta. Mörg þúsund hús hrundu til grunna, þar á meðal byggingar í þorpi nærri upptökum skjálftans, á vesturhluta Jövu. Þrjú hundruð manns slösuðust í jarðhræringunum. Vitað er að minnst 35 manns týndu lífi en óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka nokkuð. Fleiri en fjörutíu er saknað svo vitað sé og óttast að einhverjir úr þeim hópi liggi í rústum húsa.

Flóðbylgjuviðvörun var gefin út rétt eftir að skjálftinn reið yfir en hún dregin til baka skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×