Athyglisverðar fylgissveiflur 27. janúar 2009 04:00 Skoðanakannanir sýna að afstaða íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu sveiflast mjög mikið. Nordicphotos/afp „Það er athyglisvert hversu mikið afstaða fólks sveiflast,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins um vilja almennings til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Í könnuninni segjast 59,8 prósent ekki vilja að Ísland sæki um aðild að sambandinu en í nóvember í fyrra sögðust 59,6 prósent vera fylgjandi aðildarumsókn. Finnur telur þessa sveiflu sýna að frekari dýpt vanti í umræðuna. „Þess vegna er þeim mun brýnna að það verði leitt til lykta hverjir kostir og gallar aðildar eru raunverulega og það gert sem allra fyrst,“ segir Finnur. Hann segir verkefnin fram undan ráðast að miklu á því hvaða leið verði farin í Evrópumálum. Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir sveiflurnar einnig athyglisverðar. „Maður sér ekki að það sé nokkur einhlít skýring á þessu en það er greinilegt að núna er fólk að hugsa um aðra hluti en Evrópusambandið,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að í ljósi atburða í þjóðfélaginu sé það ekki óeðlilegt. „Það væri áhugavert að sjá dýpri kannanir þar sem skýringar á þessum sveiflum kæmu fram,“ segir Vilhjálmur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur að allt sem viðkemur stjórnmálum á Íslandi sé í uppnámi. „Ég hygg að þetta endurspegli meira almenna vantrú fólks á stjórnmálum,“ segir Gylfi. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, minnir á að SI hafi að undanförnu staðið að reglulegum skoðanakönnunum um afstöðu Íslendinga til Evrópusambandsaðildar. Nýjasta könnun SI var gerð 8. til 18. janúar síðastliðinn þar sem 56 prósent sögðust hlynnt aðild, 25 prósent voru andvíg og 18 prósent voru hvorki fylgjandi né andvíg aðild. „Mér þykir ósennilegt að þjóðin hafi á fáeinum dögum skipt svona gersamlega um skoðun en hins vegar er rétt að undanfarið hefur dregið saman með þeim sem eru fylgjandi aðild og þeim sem eru henni andsnúnir. Það hafa kannanir okkar sýnt,“ segir Jón Steindór. „Ég held að það megi að sumu leyti skýra þetta með almennu upplausnarástandi í samfélaginu, fólk veit ekki almennilega í hvorn fótinn það á að stíga,“ segir Jón Steindór. olav@frettabladid.is Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
„Það er athyglisvert hversu mikið afstaða fólks sveiflast,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins um vilja almennings til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Í könnuninni segjast 59,8 prósent ekki vilja að Ísland sæki um aðild að sambandinu en í nóvember í fyrra sögðust 59,6 prósent vera fylgjandi aðildarumsókn. Finnur telur þessa sveiflu sýna að frekari dýpt vanti í umræðuna. „Þess vegna er þeim mun brýnna að það verði leitt til lykta hverjir kostir og gallar aðildar eru raunverulega og það gert sem allra fyrst,“ segir Finnur. Hann segir verkefnin fram undan ráðast að miklu á því hvaða leið verði farin í Evrópumálum. Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, þykir sveiflurnar einnig athyglisverðar. „Maður sér ekki að það sé nokkur einhlít skýring á þessu en það er greinilegt að núna er fólk að hugsa um aðra hluti en Evrópusambandið,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að í ljósi atburða í þjóðfélaginu sé það ekki óeðlilegt. „Það væri áhugavert að sjá dýpri kannanir þar sem skýringar á þessum sveiflum kæmu fram,“ segir Vilhjálmur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur að allt sem viðkemur stjórnmálum á Íslandi sé í uppnámi. „Ég hygg að þetta endurspegli meira almenna vantrú fólks á stjórnmálum,“ segir Gylfi. Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, minnir á að SI hafi að undanförnu staðið að reglulegum skoðanakönnunum um afstöðu Íslendinga til Evrópusambandsaðildar. Nýjasta könnun SI var gerð 8. til 18. janúar síðastliðinn þar sem 56 prósent sögðust hlynnt aðild, 25 prósent voru andvíg og 18 prósent voru hvorki fylgjandi né andvíg aðild. „Mér þykir ósennilegt að þjóðin hafi á fáeinum dögum skipt svona gersamlega um skoðun en hins vegar er rétt að undanfarið hefur dregið saman með þeim sem eru fylgjandi aðild og þeim sem eru henni andsnúnir. Það hafa kannanir okkar sýnt,“ segir Jón Steindór. „Ég held að það megi að sumu leyti skýra þetta með almennu upplausnarástandi í samfélaginu, fólk veit ekki almennilega í hvorn fótinn það á að stíga,“ segir Jón Steindór. olav@frettabladid.is
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira