Innlent

Jóhanna kona ársins

Jóhanna er fyrst konan til þess að verða tvisvar valin kona ársins af Nýju Lífi, fyrst árið 1993. Við það tækifæri var hún spurð að því hvort hún sæi það fyrir sér að kona yrði forsætisráðherra á næstunni og hún var efins. „Og þó, það er séns,“ sagði hún líka.
Jóhanna er fyrst konan til þess að verða tvisvar valin kona ársins af Nýju Lífi, fyrst árið 1993. Við það tækifæri var hún spurð að því hvort hún sæi það fyrir sér að kona yrði forsætisráðherra á næstunni og hún var efins. „Og þó, það er séns,“ sagði hún líka. Mynd/pjetur
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er kona ársins að mati tímaritsins Nýs lífs sem útnefndi konu ársins í nítjánda sinn í dag. Jóhanna er fyrsta konan til að hljóta titilinn tvisvar en var einnig útnefnd kona ársins 1993. Í umsögn ritstjórnar tímaritsins segir að frá lýðveldisstofnun hafi sennilega enginn stjórnmálamaður staðið frammi fyrir jafnögrandi verkefni og Jóhanna gerir nú.

„Kona ársins 2009 henti sér út í djúpu laugina þó að hún vissi að hún væri að leggja af stað í erfiðasta og óvinsælasta verkefni sem hún hefði nokkrun tímann tekið sér fyrir hendur," segir í tilkynningu frá Nýju lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×