Lífið

2 Many DJ’s kemur

2 Many DJ‘s spilar á laugardagskvöld.
2 Many DJ‘s spilar á laugardagskvöld.
Belgíska plötusnúðatvíeykið 2 Many DJ’s kemur til landsins og spilar í „Party at the Top of the World“, sem er lokahnykkur ráðstefnunnar Eve Online Fanfest 2009. Hátíðin fer fram dagana 1-3. október, en Belgarnir stíga á svið á miðnætti laugardagskvöldsins 3. október. 2 Many DJ‘s er víðfrægur dúett og hefur dælt út diskum undanfarin ár.

Dúettinn spilar mjög partí- og dansvæna tónlist og var meðal þeirra fyrstu sem tóku upp á því að blanda saman lögum úr ólíkum áttum, frumkvöðla í svokallaðri „bootleg“-tónlist. Strákarnir gera líka út rokkbandið Soulwax, en rokkið hefur legið í láginni enda brjálað að gera í hinu. Miðasala er hafin á midi.is. Það kostar 2.900 kr. í „Party at the top of the World“, en 5.000 kr. á alla dagskrá Eve Online Fanfest, þar með talið partíið.

- drg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.