Lífið

Skandinavar fá ekki að vera með

Björgvin Gunnarsson stofnaði nýja „aviu“ fyrir þau Norðurlönd sem eru ekki talin til Skandinavíu .fréttablaðið/anton
Björgvin Gunnarsson stofnaði nýja „aviu“ fyrir þau Norðurlönd sem eru ekki talin til Skandinavíu .fréttablaðið/anton
„Það eru nokkur ár síðan ég fékk þessa hugmynd fyrst. Ég var að ræða við finnskan félaga minn um hversu svekktur ég væri yfir því að Ísland væri ekki hluti af Skandinavíu og ákvað í kjölfarið að stofna mína eigin „avíu“,“ segir Björgvin Gunnarsson, sem stofnaði Fésbókarhóp tileinkaðan hinu nýja landssvæði Koolinaviu.

„Koolinavia er hópur fyrir þau Norðurlönd sem eru ekki með í Skandinavíu. Nafnið ákvað ég vegna þess að fólkið sem býr í þessum löndum er „kúl“ og vegna kalda loftlagsins. Finnskur vinur minn stakk svo upp á því að við myndum skrifa þetta með ká-i en ekki c-i af því það væri meira „kúl“.“

Björgvin, sem dagsdaglega stundar nám í fornleifafræði við Háskóla Íslands, segir að öllum Íslendingum, Færeyingum, Finnum og Grænlendingum sé velkomið að ganga til liðs við hópinn en Skandinavar séu því miður óvelkomnir. „Skandinavar eru ágætis fólk en þeir eru engir Koolinavar og fá því ekki að vera með í þessum hópi,“ segir Björgvin að lokum og tekur fram að nái hópurinn fimm hundruð meðlimum verði efnt til samkeppni þar sem hægt er að senda inn hugmyndir að fána fyrir Koolinaviu.

- sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.