Erlent

Aðstandendur fórnarlamba fá bætur frá Air France

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ein af flugvélum Air France
Ein af flugvélum Air France
Aðstandendur þeirra sem létust í flugslysi Air France yfir Atlantshafinu þann fyrsta júní síðastliðinn koma til með að fá bætur greiddar frá félaginu. Þessu sagði yfirmaður Air France frá í dag.

Pierre-Henri Gourgeon, yfirmaðurinn sem um ræðir, segir að fyrsta greiðsla til aðstandenda muni nema 17.500 evrum fyrir hvert fórnarlamb, eða meira en 3,1 milljón íslenskra króna.

Alls voru 288 farþegar frá meira en 30 löndum um borð í vélinni þegar hún hrapaði. Aðeins fimmtíu lík hafa fundist auk braks úr vélinni.

Enn vita rannsakendur slyssins ekki hvað olli því, og svarti kassinn sem geymir upplýsingar um flugið hefur ekki fundist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×