Sport

DAKAR: Coma vann mótorhjólaflokkinn

Marc Coma á KTM var öruggur sigurvegari í Dakar rallinu í flokki mótorhjóla.
Marc Coma á KTM var öruggur sigurvegari í Dakar rallinu í flokki mótorhjóla. Mynd: AFP

Spánverjinn Marc Coma á KTM kom fyrstur í endamark í mótorhjólaflokki í hinu erfiða Dakar ralli sem lauk í dag.

Coma varð 1,25 klst á undan Cyril Despres frá Frakklandi, en hann var einnig á KTM. David Fretigne frá Frakklandi varð þriðji á Yamana, en hann var um tíma í öðru sæti.

Norðmaður stóð sig mjög vel í rallinu á mótorhjóli. Pal Anders Ullevalseter varð sjötti eftir 14 daga baráttu á sérleiiðum Argentínu og Chile.

Það reyndist erfitt að rata um sandöldur og dali fjallanna í löndunum tveimur og margir gagnrýndu skipulag mótsins, þar sem leiðirnar breyttust mikið vegna veðurs. En Coma var með þetta allt á hreinu og lenti í tiltöluglega fáum vandamálum.

Bílaflokkurinn er enn í gangi og lýkur keppni síðdegis. Volkswagen virðist líklegt til afreka þar á bæ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×