Innlent

Sendiráðsprestur heimsækir byssustelpur í London

Móðirin sem tjáði sig við fréttastofu í gær varðandi mál dóttur sinnar, sem handtekin var á Englandi í síðustu viku ásamt vinkonu sinni, segir að sendiráðspresturinn, Sigurður Arnarson í London, ætli að heimsækja stúlkurnar. Stúlkurnar tvær eru í varðhaldi í Holloway fangelsinu vegna gruns um vopnað rán þar í landi.

Sigurður hafði samband við  móðurina og fullvissaði hana um að hann hefði kannað aðstæður í fangelsinu og þær hafi verið góðar.

Stúlkurnar sem eru á tvítugsaldri, voru handteknar í vikunni eftir alþjóðlega leit að þeim í fjóra daga. Þær eru grunaðar um að hafa brotist inn í hús vopnaðar byssu og rænt íbúana.

Þær hafa verið úrskurðar í gæsluvarðhald, en þeirra bíður ekki minna en 18 mánaða fangelsi verði þær sakfelldar

Málið er litið alvarlegum augum af breskum yfirvöldum. Málið er í rannsókn. Ekki hefur verið gerð krafa um að sleppa þeim gegn tryggingum.

Meira um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×