Innlent

Opið í Hlíðarfjalli og á Siglufirði - lokað í Bláfjöllum

Frá Hlíðarfjalli.
Frá Hlíðarfjalli. MYND/Ægir
Veður er með besta móti til skíða- og snjóbrettaiðkunar norðanlands í dag eða logn, tveggja gráðu frost og farið er að glitta í blessaða sólina. Opið er í Hlíðarfjalli á Akureyri frá 10 til 16 og á skíðasvæðinu á Siglufirði frá 11 til 17. Þar efnir Brettafélag Íslands til snjóbrettakeppni og fjöldi fólks er þar saman kominn.

Hinsvegar eru allar lyftur lokaðar í Bláfjöllum í dag vegna bleytu og krapa en nokkrar gönguleiðir eru opnar og Bláfjallagangan, göngumót verður haldið skv. áætlun kl. 13. Fólki er bent á að kynna sér aðstæðurnar betur á www.skidasvaedi.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×