Erlent

Brutust inn í banka á gröfu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Þrír innbrotsþjófar notuðu stóra gröfu til að brjóta sér leið inn í banka á Norður-Jótlandi í nótt. Þeir voru búnir að ná hraðbanka, sem í bankanum var, í heilu lagi upp í skóflu gröfunnar og voru um það bil að fara að setja hann upp á pall vörubíls sem þeir voru á þegar þrýstivökvaslanga á gröfunni sprakk og hún varð þar með ónothæf. Þeir forðuðu sér þá af vettvangi og eru ófundnir enn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×