Erlent

Ómönnuð árásarvél drap 45 talibana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fjarstýrð árásarvél af gerðinni Predator. Arftaki hennar er hin svonefnda Reaper sem er mun skæðari og getur borið meiri vopnabúnað.
Fjarstýrð árásarvél af gerðinni Predator. Arftaki hennar er hin svonefnda Reaper sem er mun skæðari og getur borið meiri vopnabúnað.

Ómönnuð árásarflugvél á vegum Bandaríkjahers varð 45 talibönum að bana í suðurhluta Pakistan, rétt við afgönsku landamærin, í gær þar sem þeir voru við útför háttsetts talibana sem látist hafði í árás Bandaríkjahers nokkrum dögum áður. Þetta er haft eftir talsmönnum pakistönsku leyniþjónustunnar en Bandaríkjamenn hafa ekki viljað tjá sig um árásina enn sem komið er.

Árásin var gerð til höfuðs talibanaforingjanum Baitullah Mehsud sem heimildir herma að hafi verið á staðnum. Hann komst hins vegar undan. Bandaríkjaher hefur heitið fimm milljónum dollara fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku Mehsuds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×