„Ég vonaði að þetta væri bara ekki satt“ 7. maí 2009 08:00 Ragnar erling hermannsson „Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. Sonur Hermanns, Ragnar Erling, er 24 ára. Hann var handtekinn fyrir tæpri viku á flugvellinum í borginni Recife með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í farangri sínum. Hann var á leið upp í flugvél og stefndi til Malaga á Spáni. Ragnar hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og getur það varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Hann situr nú í hinu illræmda Cotel-fangelsi, þar sem hann deilir klefa með fimmtán öðrum og bíður dóms. „Nú erum við bara að reyna að komast yfir símanúmer hjá lögreglunni og athuga hvort það er einhver glæta á að hafa samband við strákinn. Og reyna að komast að því hvort og þá hvernig hægt er að koma til hans einhverjum bjargráðum, peningum eða einhverju sem gæti hjálpað honum,“ segir Hermann. „En á meðan hann er í stöðugum yfirheyrslum og einangrun þá er það nú erfitt. Á meðan bíðum við bara eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.“ Meðal þess sem fjölskylda hans kannar nú er hvort hún þurfi að útvega honum lögmann. Langt geti liðið þar til málið verði tekið fyrir ef hann er ekki með almennilegan réttargæslumann. Þá hafa þau velt fyrir sér að fara sjálf út til Brasilíu að vinna í málinu. Hermann segir að allt kapp verði lagt á að fá Ragnar heim í afplánun. Það geti þó orðið erfitt þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli þjóðanna tveggja. Að öðrum kosti verði reynt að finna honum pláss í fangelsi með betri aðbúnaði, hugsanlega sérstakt útlendingafangelsi. Ragnar hefur sagt við yfirheyrslur að hann hefði farið í ferðina til að borga fíkniefnaskuld á Íslandi. Hermann vissi ekki að sonur hans væri sokkinn svona djúpt. „Auðvitað hugsar maður það versta þegar maður veit að menn eru komnir í neyslu á annað borð, en mig grunaði ekki að hann væri í svona vondum málum. Bara því miður, ég áttaði mig ekki á því. Hann hefur leitað til okkar með eitthvert smáræði en aldrei nefnt að það þyrfti að gera upp mál af þessari stærðargráðu.“ Ragnar Erling sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld að hann ætti eftir að deyja í fangelsinu. Hann sagðist jafnframt vera með matareitrun og skoraði á yfirvöld að leita leiða til að hjálpa sér að komast til Íslands. Hann sé þannig týpa að hann geti ekki verið í fangelsi í Brasilíu. stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. Sonur Hermanns, Ragnar Erling, er 24 ára. Hann var handtekinn fyrir tæpri viku á flugvellinum í borginni Recife með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í farangri sínum. Hann var á leið upp í flugvél og stefndi til Malaga á Spáni. Ragnar hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og getur það varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Hann situr nú í hinu illræmda Cotel-fangelsi, þar sem hann deilir klefa með fimmtán öðrum og bíður dóms. „Nú erum við bara að reyna að komast yfir símanúmer hjá lögreglunni og athuga hvort það er einhver glæta á að hafa samband við strákinn. Og reyna að komast að því hvort og þá hvernig hægt er að koma til hans einhverjum bjargráðum, peningum eða einhverju sem gæti hjálpað honum,“ segir Hermann. „En á meðan hann er í stöðugum yfirheyrslum og einangrun þá er það nú erfitt. Á meðan bíðum við bara eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.“ Meðal þess sem fjölskylda hans kannar nú er hvort hún þurfi að útvega honum lögmann. Langt geti liðið þar til málið verði tekið fyrir ef hann er ekki með almennilegan réttargæslumann. Þá hafa þau velt fyrir sér að fara sjálf út til Brasilíu að vinna í málinu. Hermann segir að allt kapp verði lagt á að fá Ragnar heim í afplánun. Það geti þó orðið erfitt þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli þjóðanna tveggja. Að öðrum kosti verði reynt að finna honum pláss í fangelsi með betri aðbúnaði, hugsanlega sérstakt útlendingafangelsi. Ragnar hefur sagt við yfirheyrslur að hann hefði farið í ferðina til að borga fíkniefnaskuld á Íslandi. Hermann vissi ekki að sonur hans væri sokkinn svona djúpt. „Auðvitað hugsar maður það versta þegar maður veit að menn eru komnir í neyslu á annað borð, en mig grunaði ekki að hann væri í svona vondum málum. Bara því miður, ég áttaði mig ekki á því. Hann hefur leitað til okkar með eitthvert smáræði en aldrei nefnt að það þyrfti að gera upp mál af þessari stærðargráðu.“ Ragnar Erling sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld að hann ætti eftir að deyja í fangelsinu. Hann sagðist jafnframt vera með matareitrun og skoraði á yfirvöld að leita leiða til að hjálpa sér að komast til Íslands. Hann sé þannig týpa að hann geti ekki verið í fangelsi í Brasilíu. stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent