„Ég vonaði að þetta væri bara ekki satt“ 7. maí 2009 08:00 Ragnar erling hermannsson „Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. Sonur Hermanns, Ragnar Erling, er 24 ára. Hann var handtekinn fyrir tæpri viku á flugvellinum í borginni Recife með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í farangri sínum. Hann var á leið upp í flugvél og stefndi til Malaga á Spáni. Ragnar hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og getur það varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Hann situr nú í hinu illræmda Cotel-fangelsi, þar sem hann deilir klefa með fimmtán öðrum og bíður dóms. „Nú erum við bara að reyna að komast yfir símanúmer hjá lögreglunni og athuga hvort það er einhver glæta á að hafa samband við strákinn. Og reyna að komast að því hvort og þá hvernig hægt er að koma til hans einhverjum bjargráðum, peningum eða einhverju sem gæti hjálpað honum,“ segir Hermann. „En á meðan hann er í stöðugum yfirheyrslum og einangrun þá er það nú erfitt. Á meðan bíðum við bara eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.“ Meðal þess sem fjölskylda hans kannar nú er hvort hún þurfi að útvega honum lögmann. Langt geti liðið þar til málið verði tekið fyrir ef hann er ekki með almennilegan réttargæslumann. Þá hafa þau velt fyrir sér að fara sjálf út til Brasilíu að vinna í málinu. Hermann segir að allt kapp verði lagt á að fá Ragnar heim í afplánun. Það geti þó orðið erfitt þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli þjóðanna tveggja. Að öðrum kosti verði reynt að finna honum pláss í fangelsi með betri aðbúnaði, hugsanlega sérstakt útlendingafangelsi. Ragnar hefur sagt við yfirheyrslur að hann hefði farið í ferðina til að borga fíkniefnaskuld á Íslandi. Hermann vissi ekki að sonur hans væri sokkinn svona djúpt. „Auðvitað hugsar maður það versta þegar maður veit að menn eru komnir í neyslu á annað borð, en mig grunaði ekki að hann væri í svona vondum málum. Bara því miður, ég áttaði mig ekki á því. Hann hefur leitað til okkar með eitthvert smáræði en aldrei nefnt að það þyrfti að gera upp mál af þessari stærðargráðu.“ Ragnar Erling sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld að hann ætti eftir að deyja í fangelsinu. Hann sagðist jafnframt vera með matareitrun og skoraði á yfirvöld að leita leiða til að hjálpa sér að komast til Íslands. Hann sé þannig týpa að hann geti ekki verið í fangelsi í Brasilíu. stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
„Það er rosalegt að vita af honum þarna,“ segir Hermann Þór Erlingsson, faðir Íslendings sem situr nú í brasilísku fangelsi og bíður dóms vegna kókaínsmygls. Hann hefur enn ekkert heyrt í syni sínum. „Ég frétti þetta á mánudaginn. Allan daginn var ég að vona að þetta væri bara ekki satt. Ég er búinn að vera í sjokki síðan og veit satt að segja ekki mitt rjúkandi ráð,“ segir Hermann. Sonur Hermanns, Ragnar Erling, er 24 ára. Hann var handtekinn fyrir tæpri viku á flugvellinum í borginni Recife með tæp sex kíló af hreinu kókaíni í farangri sínum. Hann var á leið upp í flugvél og stefndi til Malaga á Spáni. Ragnar hefur verið ákærður fyrir fíkniefnabrot og getur það varðað allt að 20 ára fangelsisvist. Hann situr nú í hinu illræmda Cotel-fangelsi, þar sem hann deilir klefa með fimmtán öðrum og bíður dóms. „Nú erum við bara að reyna að komast yfir símanúmer hjá lögreglunni og athuga hvort það er einhver glæta á að hafa samband við strákinn. Og reyna að komast að því hvort og þá hvernig hægt er að koma til hans einhverjum bjargráðum, peningum eða einhverju sem gæti hjálpað honum,“ segir Hermann. „En á meðan hann er í stöðugum yfirheyrslum og einangrun þá er það nú erfitt. Á meðan bíðum við bara eftir frekari upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.“ Meðal þess sem fjölskylda hans kannar nú er hvort hún þurfi að útvega honum lögmann. Langt geti liðið þar til málið verði tekið fyrir ef hann er ekki með almennilegan réttargæslumann. Þá hafa þau velt fyrir sér að fara sjálf út til Brasilíu að vinna í málinu. Hermann segir að allt kapp verði lagt á að fá Ragnar heim í afplánun. Það geti þó orðið erfitt þar sem enginn framsalssamningur er í gildi á milli þjóðanna tveggja. Að öðrum kosti verði reynt að finna honum pláss í fangelsi með betri aðbúnaði, hugsanlega sérstakt útlendingafangelsi. Ragnar hefur sagt við yfirheyrslur að hann hefði farið í ferðina til að borga fíkniefnaskuld á Íslandi. Hermann vissi ekki að sonur hans væri sokkinn svona djúpt. „Auðvitað hugsar maður það versta þegar maður veit að menn eru komnir í neyslu á annað borð, en mig grunaði ekki að hann væri í svona vondum málum. Bara því miður, ég áttaði mig ekki á því. Hann hefur leitað til okkar með eitthvert smáræði en aldrei nefnt að það þyrfti að gera upp mál af þessari stærðargráðu.“ Ragnar Erling sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gærkvöld að hann ætti eftir að deyja í fangelsinu. Hann sagðist jafnframt vera með matareitrun og skoraði á yfirvöld að leita leiða til að hjálpa sér að komast til Íslands. Hann sé þannig týpa að hann geti ekki verið í fangelsi í Brasilíu. stigur@frettabladid.is kjartan@frettabladid.is
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira