Titillinn góður í ferilskrána 6. nóvember 2009 03:00 Mikill heiður Sveinn Þorri Davíðsson var kosinn New Visual Artist ársins 2009 af tímaritinu Print Magazine. „Print Magazine sendi mér einfaldlega tölvupóst þar sem fram kom að ég hefði verið valinn í hundrað manna hóp sem var boðið að senda inn möppu, sem ég gerði auðvitað. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég annan póst þar sem mér var tilkynnt að ég væri einn af tuttugu hönnuðum sem fengju umfjöllun í blaðinu. Persónulega finnst mér þetta mikill heiður því margir efnilegir myndskreytarar, hönnuðir og ljósmyndarar hafa áður verið valdir sem New Visual Artist," segir grafíski hönnuðurinn Sveinn Þorri Davíðsson, sem var valinn New Visual Artist 2009 af tímaritinu Print. Hann er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þann titil, en áður hafa Sigurður Eggertsson og Katrín Pétursdóttir fengið nafnbótina. Sveinn Þorri segir að titlinum hafi ekki fylgt nein verðlaun, aðeins umfjöllun. „Ég fékk engin verðlaun, bara grein um mig í blaðinu og opnu með verkunum mínum. Þetta er sennilega bara hlutur sem er gott að hafa á ferilskránni sinni." Sveinn Þorri er fæddur og uppalinn á Akureyri og eftir tvö ár á náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri ákvað hann að söðla um og hóf myndlistarnám. „Ég lærði myndlist í Verkmenntaskólanum á Akureyri í einhvern tíma. Eftir það fór ég suður og hóf nám við Listaháskólann og útskrifaðist þaðan í vor." Sveinn Þorri hefur verið búsettur í Berlín síðastliðna sex mánuði og kann að eigin sögn vel við sig í borginni. „Sigurður Eggertsson, gamall vinur minn frá Akureyri, bauð mér að koma og leigja með sér í Berlín þannig að mér þótti ákvörðunin um að flýja land ekki erfið. Ég byrjaði að vinna á auglýsingastofunni Plantage núna í október og líkar mjög vel. Planið er að koma sér fyrir hérna í Berlín og vera hér eitthvað áfram. Hér er fínt að vera," segir Sveinn Þorri að lokum.- sm Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
„Print Magazine sendi mér einfaldlega tölvupóst þar sem fram kom að ég hefði verið valinn í hundrað manna hóp sem var boðið að senda inn möppu, sem ég gerði auðvitað. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég annan póst þar sem mér var tilkynnt að ég væri einn af tuttugu hönnuðum sem fengju umfjöllun í blaðinu. Persónulega finnst mér þetta mikill heiður því margir efnilegir myndskreytarar, hönnuðir og ljósmyndarar hafa áður verið valdir sem New Visual Artist," segir grafíski hönnuðurinn Sveinn Þorri Davíðsson, sem var valinn New Visual Artist 2009 af tímaritinu Print. Hann er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þann titil, en áður hafa Sigurður Eggertsson og Katrín Pétursdóttir fengið nafnbótina. Sveinn Þorri segir að titlinum hafi ekki fylgt nein verðlaun, aðeins umfjöllun. „Ég fékk engin verðlaun, bara grein um mig í blaðinu og opnu með verkunum mínum. Þetta er sennilega bara hlutur sem er gott að hafa á ferilskránni sinni." Sveinn Þorri er fæddur og uppalinn á Akureyri og eftir tvö ár á náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri ákvað hann að söðla um og hóf myndlistarnám. „Ég lærði myndlist í Verkmenntaskólanum á Akureyri í einhvern tíma. Eftir það fór ég suður og hóf nám við Listaháskólann og útskrifaðist þaðan í vor." Sveinn Þorri hefur verið búsettur í Berlín síðastliðna sex mánuði og kann að eigin sögn vel við sig í borginni. „Sigurður Eggertsson, gamall vinur minn frá Akureyri, bauð mér að koma og leigja með sér í Berlín þannig að mér þótti ákvörðunin um að flýja land ekki erfið. Ég byrjaði að vinna á auglýsingastofunni Plantage núna í október og líkar mjög vel. Planið er að koma sér fyrir hérna í Berlín og vera hér eitthvað áfram. Hér er fínt að vera," segir Sveinn Þorri að lokum.- sm
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira