Innlent

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur ítrekað farið fram úr fjárlögum

Ríkisendurskoðun telur að þörf sé á að heilbrigðisráðuneytið skilgreini nánar í samráði við stofnunina hvaða þjónustu skuli veita .
Ríkisendurskoðun telur að þörf sé á að heilbrigðisráðuneytið skilgreini nánar í samráði við stofnunina hvaða þjónustu skuli veita . MYND/Fréttablaðið

Ríkisendurskoðun hefur framkvæmt stjórnsýsluúttekt á Heilbrigðisstofnun Austurlands, en kostnaður við stofnunina hefur ítrekað farið fram úr heimildum fjárlaga undanfarin ár.

Að mati Ríkisendurskoðunar er ástæðan meðal annars sú að fjárheimildir til stofnunarinnar hafa ekki verið í samræmi við umfang starfseminnar. Þörf er á að heilbrigðisráðuneytið skilgreini nánar í samráði við stofnunina hvaða þjónustu skuli veita og beiti sér fyrir því að nægar fjárveitingar fáist til að standa undir henni.

Í fréttatilkynningu, sem Ríkisendurskoðun sendi frá sér varðandi þetta mál, kemur fram að heilbrigðisráðuneytið þurfi að sinna betur eftirfylgni með framkvæmd fjárlaga hjá stofnunum sínum.

Ríkisendurskoðun telur að nýtt skipurit Heilbrigðisstofnunar Austurlands hafi jákvæð áhrif á þróun starfseminnar og að framkvæmd tæknimála sé til fyrirmyndar hjá stofnuninni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×