Innlent

Tæp þrjátíu ár frá síðustu minnihlutastjórn

Tæp 30 ár eru síðan minnihlutastjórn hélt síðast um stjórnartauma íslenska ríkisins. Afar sjaldgæft er að menn komi sér saman um minnihlutastjórn á Íslandi, eins og þá sem nú er í burðarliðnum.

Algengt er að minnihlutastjórnir séu settar saman á Norðurlöndunum, en það er sárasjaldgæft á Íslandi. Aðeins þrisvar á lýðveldistímanum hafa setið hér minnihlutastjórnir. Síðasta minnihlutastjórn tók við undir forystu Benedikts Gröndals árið í október 1979.

Hún var eingöngu skipuð Alþýðuflokki og sat í tæpa fjóra mánuði eða fram í febrúar 1980. Sú stjórn tók við eftir að ríkisstjórn Alþýðubandalags, Framsóknarflokks og Alþýðuflokks hafði sprungið eftir rúmt ár við stjórnvölinn. Tuttugu árum, 1958-59, áður leiddi Emil Jónsson minnihlutastjórn Alþýðuflokks sem var varin af Sjálfstæðisflokki. Sú stjórn sat í ellefu mánuði.

Og tæpum tíu árum áður, 1949-50, leiddi Ólafur Thors minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks í þrjá mánuði. Ef Vinstri grænir og Samfylking ná að mynda minnihlutastjórn í dag eða næstu daga - verður það því fjórða minnihlutastjórn íslenskrar stjórnmálasögu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.