Innlent

Bjarni fer í formanninn

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns á komandi landsfundi flokksins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

Ljóst er að Geir H. Haarde formaður flokksins ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri. Bjarni er sá eini sem hefur tilkynnt um formannsframboð en fastlega er gert ráð fyrir því að fleiri fylgi í kjölfarið.

Þar hafa heyrst nöfn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra, Kristjáns Þórs Júlíussonar þingmanns og Árna Sigfússonar bæjarstjóra í Reykjanesbæ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×