Ekki lög um þjóðaratkvæði 4. janúar 2009 08:00 Engin lög eða reglur eru til um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur nefnt þann möguleika að þjóðin kjósi um hvort hefja eigi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Það eru engin ákvæði um almennar þjóðaratkvæðagreiðslur af þessu tagi, hvorki í stjórnarskrá né lögum," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að sögn Ólafs getur ríkisstjórnin efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig geti Alþingi sett lög um slíka atkvæðagreiðslu sem yrði þá bindandi. Sjálfur kveðst Ólafur telja eðlilegt að ekki yrðu settir þröskuldar á kjörsókn eins og rætt hafi verið um þegar til stóð að þjóðin greiddi atkvæði um fjölmiðlalög sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði staðfestingar árið 2004. Þess utan greini lögfræðinga á um hvort heimilt yrði að setja skilyrði um kjörsókn. „Þá gætu þeir sem eru andvígir tillögunni grætt á því að sitja heima og kjósa ekki," útskýrir Ólafur. „En ef menn vilja vera með þröskuld þá er miklu skynsamlegra að segja að það þurfi ákveðinn fjöldi kjósenda á kjörskrá að segja já. Til dæmis ef menn vildu fá 80 prósent kjörsókn að þá þyrftu 40 prósent að segja já til að tillagan sé samþykkt." Þá segir Ólafur að einnig þurfi að vanda vel til framsetningar sjálfrar atkvæðagreiðslunnar. Það ætti þó ekki vera flókið í hugsanlegum atkvæðagreiðslum um aðildarviðæður og síðan um samning við Evrópusambandið. „Væntanlega yrði fyrri spurningin einfaldlega sú hvort menn vildu fara í aðildarviðræður eða ekki og síðan yrði spurt hvort menn séu með eða á móti þeim samningi sem liggur á borðinu." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur sagt að samfara þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður væri eðlilegt að kjósa einnig til Alþingis. Ólafur segir slíka tilhögun bæði hafa kosti og galla í för með sér. Kostur væri að þá þyrfti ekki að vera kjósa tvisvar og að væntanlega yrði tryggð betri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu með því móti. „Gallinn væri sá að verið væri að blanda saman tveimur kosningabaráttum sem snúast annars vegar um málið sjálft og hins vegar um flokkana." gar@frettabladid.is Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira
Engin lög eða reglur eru til um þjóðaratkvæðagreiðslu og framkvæmd hennar. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur nefnt þann möguleika að þjóðin kjósi um hvort hefja eigi viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Það eru engin ákvæði um almennar þjóðaratkvæðagreiðslur af þessu tagi, hvorki í stjórnarskrá né lögum," segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að sögn Ólafs getur ríkisstjórnin efnt til ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig geti Alþingi sett lög um slíka atkvæðagreiðslu sem yrði þá bindandi. Sjálfur kveðst Ólafur telja eðlilegt að ekki yrðu settir þröskuldar á kjörsókn eins og rætt hafi verið um þegar til stóð að þjóðin greiddi atkvæði um fjölmiðlalög sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti synjaði staðfestingar árið 2004. Þess utan greini lögfræðinga á um hvort heimilt yrði að setja skilyrði um kjörsókn. „Þá gætu þeir sem eru andvígir tillögunni grætt á því að sitja heima og kjósa ekki," útskýrir Ólafur. „En ef menn vilja vera með þröskuld þá er miklu skynsamlegra að segja að það þurfi ákveðinn fjöldi kjósenda á kjörskrá að segja já. Til dæmis ef menn vildu fá 80 prósent kjörsókn að þá þyrftu 40 prósent að segja já til að tillagan sé samþykkt." Þá segir Ólafur að einnig þurfi að vanda vel til framsetningar sjálfrar atkvæðagreiðslunnar. Það ætti þó ekki vera flókið í hugsanlegum atkvæðagreiðslum um aðildarviðæður og síðan um samning við Evrópusambandið. „Væntanlega yrði fyrri spurningin einfaldlega sú hvort menn vildu fara í aðildarviðræður eða ekki og síðan yrði spurt hvort menn séu með eða á móti þeim samningi sem liggur á borðinu." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hefur sagt að samfara þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður væri eðlilegt að kjósa einnig til Alþingis. Ólafur segir slíka tilhögun bæði hafa kosti og galla í för með sér. Kostur væri að þá þyrfti ekki að vera kjósa tvisvar og að væntanlega yrði tryggð betri kjörsókn í þjóðaratkvæðagreiðslu með því móti. „Gallinn væri sá að verið væri að blanda saman tveimur kosningabaráttum sem snúast annars vegar um málið sjálft og hins vegar um flokkana." gar@frettabladid.is
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Sjá meira