Innlent

Tertum stolið

Brotist var inn í flugeldasölu að Iðuvöllum í Reykjanesbæ í nótt og þaðan meðal annars stolið nokkrum stórum skottertum. Þjófurinn komst undan. Þá var farið inn í tvö ólæst íbúðarhús í bænum og þaðan stolið verðmætum. Lögreglu bárust auk þess nokkrar tilkynningar um dularfullar mannaferðir þar sem fólk varð vart við að reynt var að komast inn í íbúðir. Þrátt fyrir eftirgrennslan er þjófurinn ófundinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×