Innlent

16.000 konur hlupu í dag

Kvennahlaupið
Kvennahlaupið Mynd/Vilhelm

Góð þátttaka var í Kvennahlaupi ÍSÍ að sögn aðstandenda hlaupsins. Alls tóku um 16.000 konur þátt á 90 stöðum út um allt land og á um 18 stöðum erlendis. Um 5.500 konur hlupu í Garðabænum, 1400 í Mosfellsbæ, 700 á Akureyri og um 400 konur erlendis.

Boðið var upp á mismunandi vegalengdir, allt frá tveim kílómetrum og upp í tuttugu. Níu konur á Seyðisfirði fóru lengstu vegalengdina að tilefni 20 ára afmælisins.

Mikil og góð stemning var hjá þátttakendum samkvæmt aðstandendum þar sem ömmur, mömmur, dætur og vinkonur hreyfðu sig og skemmtu sér saman í afmæli kvennahlaupsins.






Tengdar fréttir

Kvennahlaup á 90 stöðum

Kvennahlaup Íþróttasambands Íslands fer fram í tuttugasta sinn á 90 stöðum hér á landi í dag. Einnig er hlaupið á 18 stöðum erlendis. Hlaupið hefst klukkan ellefu á Akureyri, Egilsstöðum og í Mosfellsbæ. Í Garðabæ verður ræst klukkan tvö, en þar hefur verið fjölmennast undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×