Lífið

Yorke og Flea starfa saman

Thom Yorke, Flea og félagar í nýju hljómsveitinni.
Thom Yorke, Flea og félagar í nýju hljómsveitinni.

Thom Yorke, söngvari Radiohead, hefur stofnað nýja hljómsveit sem mun spila lög frá sólóferli hans, meðal annars af plötunni Eraser. Með honum í sveitinni eru Flea úr Red Hot Chili Peppers, upptökustjórinn Nigel Godrich, Mauro Refosco og Joey Waronker sem hefur trommað með Beck og R.E.M.

„Undanfarnar vikur hef ég að gamni mínu verið að setja saman hljómsveit til að spila lög af Eraser og ný lög,“ skrifaði Yorke á heimasíðu Radiohead. „Við erum ekki ennþá komnir með nafn og tónleikarnir okkar verða ekki langir því við eigum ekki það mikið af lögum.“ Tvennir tónleikar hafa verið bókaðir í Los Angeles dagana 4. og 5. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.