Lífið

Vatn ekki bara vatn

Með trúðslæti Hópurinn sem kemur að sýningunni samankominn. Ragnhildur Gísladóttir sér um tónlistina og Gjörningaklúbburinn um leikmynd og búninga. fréttablaðið/Stefán
Með trúðslæti Hópurinn sem kemur að sýningunni samankominn. Ragnhildur Gísladóttir sér um tónlistina og Gjörningaklúbburinn um leikmynd og búninga. fréttablaðið/Stefán

„Í grunninn á sýningin að fjalla um vatn, margbreytileika þess, mikilvægi og töfra og eru það þrír trúðar sem leiða sýninguna og segja sögu vatnsins. Við erum einnig að leita eftir frásögnum fólks um minningu eða upplifun sem tengist vatni, svokallaðar vatnssögur. Sögurnar geta til dæmis fjallað um fyrsta skiptið sem maður smakkaði sjó, grét eða horfði á grýlukerti bráðna,“ segir Sigrún Þorgeirsdóttir, verkefnastjórni sýningarinnar.

Leiksýningin, sem verður frumsýnd 10. október, er unnin af leikhúsinu Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið og að sögn Sigrúnar er hún fyrst og fremst ætluð börnum á skólaaldri.

Leikstjóri Bláa gullsins, Charlotte Böving, segir að hún hafi viljað nota trúða við sýninguna því þeir geri hana líflega.

„Efnið verður lifandi og skemmtilegt í höndum trúðanna og því er engin hætta á að fræðsluefnið verði þungt og langdregið fyrir börnin. Ætli það sé ekki hægt að segja að við séum að skoða vatnið með svolítið trúðslegum hætti.“

Þeir sem luma á skemmtilegum „vatnssögum“ fyrir sýninguna geta sent þær á netfangið blaagullid@borgarleikhus.is. Þær sögur sem rata inn í sýninguna verða verðlaunaðar með boðsmiðum á hana. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.