Segir Ísland ekki stefna í greiðsluþrot 8. september 2009 05:00 Skjaldborg Að sjálfsögðu væri æskilegt að gera meira til að verja heimilin, en menn verða að vera raunsæir á hver borgar brúsann, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Ísland stefnir ekki í greiðsluþrot þrátt fyrir að skuldir þjóðarbúsins séu nú orðnar 233 prósent af landsframleiðslu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna samkomulags við AGS kom fram að fari erlendar skuldir upp í 240 prósent geti landið ekki staðið undir skuldabyrði sinni. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrir helgi munar aðeins nokkrum prósentustigum á því að Ísland komist yfir þau mörk. Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar hagur ríkisins sé metinn sé eðlilegra að horfa á hreina stöðu án bankanna. Þar sé staðan neikvæð, en ekki nema um 600 milljarða, sem sé vel innan þeirra marka sem búist hafi verið við. „Þetta eru vissulega þungar og miklar skuldir, það er alveg ljóst. En það þarf að hafa í huga hvaða verðmætasköpun stendur þar að baki, og hvaða hlutfall af þjóðartekjum er útflutningur. Þar stöndum við vel að vígi og erum með hlutfallslega fremur kraftmikinn útflutning. Það lagar stöðuna, eftir því sem útflutningstekjur eru hærra hlutfall af veltu hagkerfisins ræður landið við hærra skuldahlutfall,“ segir Steingrímur. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega, og segja stöðugleikasáttmálann í hættu vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Steingrímur segir að áfram verði unnið að framkvæmd stöðugleikasáttmálans. „Við áttum mjög góðan fund með aðilum vinnumarkaðarins í síðustu viku, og ég kannast nú ekki við slæman anda á þeim fundi,“ segir Steingrímur. „Auðvitað fannst mönnum bagalegt hvað sumir hlutir hafa tafist, en það var góður andi á þessum fundi.“ Spurður um hina svokölluðu skjaldborg um heimilin í landinu, sem forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hefur verið tíðrætt um, segir Steingrímur að ekki megi gleyma því að margt hafi þegar verið gert, við erfiðar aðstæður. Til dæmis hafi verið greiddar út vel á þriðja milljarð í auknar vaxtabætur í ágúst. Þá séu hátt í 30 þúsund einstaklingar að taka út af séreignarsparnaði og laga þar með stöðu sína eitthvað. Dráttarvextir hafi verið lækkaðir og greiðsluröð á skattskuldum breyst. Þá sé endurreisn tveggja af þremur viðskiptabönkum langt komin. „Að sjálfsögðu væri æskilegt að geta gert meira, en þá verða menn að vera raunsæir á hvað það kostar og hver á að borga reikninginn,“ segir Steingrímur. brjann@frettabladid.is Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira
Ísland stefnir ekki í greiðsluþrot þrátt fyrir að skuldir þjóðarbúsins séu nú orðnar 233 prósent af landsframleiðslu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna samkomulags við AGS kom fram að fari erlendar skuldir upp í 240 prósent geti landið ekki staðið undir skuldabyrði sinni. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrir helgi munar aðeins nokkrum prósentustigum á því að Ísland komist yfir þau mörk. Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar hagur ríkisins sé metinn sé eðlilegra að horfa á hreina stöðu án bankanna. Þar sé staðan neikvæð, en ekki nema um 600 milljarða, sem sé vel innan þeirra marka sem búist hafi verið við. „Þetta eru vissulega þungar og miklar skuldir, það er alveg ljóst. En það þarf að hafa í huga hvaða verðmætasköpun stendur þar að baki, og hvaða hlutfall af þjóðartekjum er útflutningur. Þar stöndum við vel að vígi og erum með hlutfallslega fremur kraftmikinn útflutning. Það lagar stöðuna, eftir því sem útflutningstekjur eru hærra hlutfall af veltu hagkerfisins ræður landið við hærra skuldahlutfall,“ segir Steingrímur. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega, og segja stöðugleikasáttmálann í hættu vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Steingrímur segir að áfram verði unnið að framkvæmd stöðugleikasáttmálans. „Við áttum mjög góðan fund með aðilum vinnumarkaðarins í síðustu viku, og ég kannast nú ekki við slæman anda á þeim fundi,“ segir Steingrímur. „Auðvitað fannst mönnum bagalegt hvað sumir hlutir hafa tafist, en það var góður andi á þessum fundi.“ Spurður um hina svokölluðu skjaldborg um heimilin í landinu, sem forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hefur verið tíðrætt um, segir Steingrímur að ekki megi gleyma því að margt hafi þegar verið gert, við erfiðar aðstæður. Til dæmis hafi verið greiddar út vel á þriðja milljarð í auknar vaxtabætur í ágúst. Þá séu hátt í 30 þúsund einstaklingar að taka út af séreignarsparnaði og laga þar með stöðu sína eitthvað. Dráttarvextir hafi verið lækkaðir og greiðsluröð á skattskuldum breyst. Þá sé endurreisn tveggja af þremur viðskiptabönkum langt komin. „Að sjálfsögðu væri æskilegt að geta gert meira, en þá verða menn að vera raunsæir á hvað það kostar og hver á að borga reikninginn,“ segir Steingrímur. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn „Ellilífeyrisþegar hafa það einna best í samfélaginu,“ segir ráðherra Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Sjá meira