Segir Ísland ekki stefna í greiðsluþrot 8. september 2009 05:00 Skjaldborg Að sjálfsögðu væri æskilegt að gera meira til að verja heimilin, en menn verða að vera raunsæir á hver borgar brúsann, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Fréttablaðið/GVA Ísland stefnir ekki í greiðsluþrot þrátt fyrir að skuldir þjóðarbúsins séu nú orðnar 233 prósent af landsframleiðslu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna samkomulags við AGS kom fram að fari erlendar skuldir upp í 240 prósent geti landið ekki staðið undir skuldabyrði sinni. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrir helgi munar aðeins nokkrum prósentustigum á því að Ísland komist yfir þau mörk. Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar hagur ríkisins sé metinn sé eðlilegra að horfa á hreina stöðu án bankanna. Þar sé staðan neikvæð, en ekki nema um 600 milljarða, sem sé vel innan þeirra marka sem búist hafi verið við. „Þetta eru vissulega þungar og miklar skuldir, það er alveg ljóst. En það þarf að hafa í huga hvaða verðmætasköpun stendur þar að baki, og hvaða hlutfall af þjóðartekjum er útflutningur. Þar stöndum við vel að vígi og erum með hlutfallslega fremur kraftmikinn útflutning. Það lagar stöðuna, eftir því sem útflutningstekjur eru hærra hlutfall af veltu hagkerfisins ræður landið við hærra skuldahlutfall,“ segir Steingrímur. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega, og segja stöðugleikasáttmálann í hættu vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Steingrímur segir að áfram verði unnið að framkvæmd stöðugleikasáttmálans. „Við áttum mjög góðan fund með aðilum vinnumarkaðarins í síðustu viku, og ég kannast nú ekki við slæman anda á þeim fundi,“ segir Steingrímur. „Auðvitað fannst mönnum bagalegt hvað sumir hlutir hafa tafist, en það var góður andi á þessum fundi.“ Spurður um hina svokölluðu skjaldborg um heimilin í landinu, sem forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hefur verið tíðrætt um, segir Steingrímur að ekki megi gleyma því að margt hafi þegar verið gert, við erfiðar aðstæður. Til dæmis hafi verið greiddar út vel á þriðja milljarð í auknar vaxtabætur í ágúst. Þá séu hátt í 30 þúsund einstaklingar að taka út af séreignarsparnaði og laga þar með stöðu sína eitthvað. Dráttarvextir hafi verið lækkaðir og greiðsluröð á skattskuldum breyst. Þá sé endurreisn tveggja af þremur viðskiptabönkum langt komin. „Að sjálfsögðu væri æskilegt að geta gert meira, en þá verða menn að vera raunsæir á hvað það kostar og hver á að borga reikninginn,“ segir Steingrímur. brjann@frettabladid.is Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ísland stefnir ekki í greiðsluþrot þrátt fyrir að skuldir þjóðarbúsins séu nú orðnar 233 prósent af landsframleiðslu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Í yfirlýsingu stjórnvalda vegna samkomulags við AGS kom fram að fari erlendar skuldir upp í 240 prósent geti landið ekki staðið undir skuldabyrði sinni. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn sendi frá sér fyrir helgi munar aðeins nokkrum prósentustigum á því að Ísland komist yfir þau mörk. Steingrímur segir að þarna séu birtar heildartölur þar sem staða bankanna sé reiknuð inn í stöðu þjóðarbúsins. Þegar hagur ríkisins sé metinn sé eðlilegra að horfa á hreina stöðu án bankanna. Þar sé staðan neikvæð, en ekki nema um 600 milljarða, sem sé vel innan þeirra marka sem búist hafi verið við. „Þetta eru vissulega þungar og miklar skuldir, það er alveg ljóst. En það þarf að hafa í huga hvaða verðmætasköpun stendur þar að baki, og hvaða hlutfall af þjóðartekjum er útflutningur. Þar stöndum við vel að vígi og erum með hlutfallslega fremur kraftmikinn útflutning. Það lagar stöðuna, eftir því sem útflutningstekjur eru hærra hlutfall af veltu hagkerfisins ræður landið við hærra skuldahlutfall,“ segir Steingrímur. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt stjórnvöld harðlega, og segja stöðugleikasáttmálann í hættu vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Steingrímur segir að áfram verði unnið að framkvæmd stöðugleikasáttmálans. „Við áttum mjög góðan fund með aðilum vinnumarkaðarins í síðustu viku, og ég kannast nú ekki við slæman anda á þeim fundi,“ segir Steingrímur. „Auðvitað fannst mönnum bagalegt hvað sumir hlutir hafa tafist, en það var góður andi á þessum fundi.“ Spurður um hina svokölluðu skjaldborg um heimilin í landinu, sem forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar hefur verið tíðrætt um, segir Steingrímur að ekki megi gleyma því að margt hafi þegar verið gert, við erfiðar aðstæður. Til dæmis hafi verið greiddar út vel á þriðja milljarð í auknar vaxtabætur í ágúst. Þá séu hátt í 30 þúsund einstaklingar að taka út af séreignarsparnaði og laga þar með stöðu sína eitthvað. Dráttarvextir hafi verið lækkaðir og greiðsluröð á skattskuldum breyst. Þá sé endurreisn tveggja af þremur viðskiptabönkum langt komin. „Að sjálfsögðu væri æskilegt að geta gert meira, en þá verða menn að vera raunsæir á hvað það kostar og hver á að borga reikninginn,“ segir Steingrímur. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði