Lífið

Danir koma í Réttir

danir til Íslands Danska hljómsveitin The State, The Market & The DJ spilar á tónlistarseríunni Réttir.mynd/Lasse Bak Mejlvang
danir til Íslands Danska hljómsveitin The State, The Market & The DJ spilar á tónlistarseríunni Réttir.mynd/Lasse Bak Mejlvang

Danska hljómsveitin The State, The Market & The DJ, sem vakti verðskuldaða athygli á SPOT-hátíðinni í vor og á Hróarskelduhátíðinni í sumar, hefur bæst á dagskrána á tónleikaröðinni Réttir. Fyrsta plata hljómsveitarinnar, New Speak, féll í góðan jarðveg hjá löndum hljómsveitarmeðlima og víðar þegar hún kom út fyrr á árinu.

Tónlistinni mætti lýsa sem minímalískri og brothættri en afar vandaðri. Lögin eru vel útsett og spiluð af mikilli innlifun í bland við flókna kórsöngsparta og spennandi spunakafla. The State, The Market & The DJ mun leika á sérstöku gogoyoko.com-kvöldi á Réttum.

Tónleikaröðin verður haldin á Nasa, Sódómu og Batteríi dagana 23. til 26. september. Bandaríski leikstjórinn og tónlistarmaðurinn Jesse Hartman heldur einnig tónleika í Réttum 24. september. Hann ætlar sömuleiðis að frumsýna mynd sína House of Satisfaction á kvikmyndahátíðinni RIFF 23. september í Háskólabíói.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.