Innlent

Ein líkamsárás á Ísafirði

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Allt fór að mestu vel fram í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði í nótt, en þar er keppt í mýrarbolta um helgina.
Allt fór að mestu vel fram í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði í nótt, en þar er keppt í mýrarbolta um helgina. Mynd/Halldór
Allt fór að mestu vel fram á Ísafirði í nótt, en ein líkamsárás var kærð eftir nóttina.

Mikið var um ölvun í bænum og mikið af fólki, en það er keppt í svokölluðum mýrarbolta í bænum sem trekkir fjölda fólks að.

Mótshaldarar glímdu við heldur leiðinlegt veður og kulda í gær, en það mun þó vera spáð betur í dag þegar keppni heldur áfram í íþróttinni subbulegu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×