Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn er óstjórntækur

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins.
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins.
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé óstjórntækur flokkur. Flokkurinn kunni ekki að vera í stjórnarandstöðu og þurfi lengri tíma til að aðlagast nýjum vinnubrögðum. Hann segir að það hafi beinlínis verði undarlegt að fylgjast með upphlaupum sjálfstæðismanna í þinginu undanfarið.

,,Sjálfstæðisflokkurinn virðist enga tilfinningu hafa fyrir því að þeir bera verulega ábyrgð á stöðu mála í efnahagslífinu. Það hefur ekki orðið vart við neina stefnubreytingu hjá Sjálfstæðisflokknum, enga viðurkenningu á ábyrgð, enga endurskoðun eða endurnýjun í raun," segir Birkir í pistli á heimasíðu sinni.

Ennfremur segir Birkir að vinsælt hafi verið að segja að Vinstrihreyfingin grænt framboð væri óstjórntækur flokkur. Síðan hafi flokkurinn myndað ríkisstjórn og að mörgu leyti staðið sig betur en fyrri ríkisstjórn.

Þá segir Birkir að innkoma Katrínar Jakobsdóttur í menntamálaráðuneytið hafi verið góð.

,,Við Katrín höfum verið sammála um margt í menntamálum í gegnum tíðina, einkum þá hluti sem snúa að framfærslu námsmanna og LÍN."

Pistil Birkis er hægt að lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×