Lífið

Óútgefið efni með Hendrix

Jimi Hendrix.
Jimi Hendrix.

Fulltrúar dánarbús gítarhetjunnar Jimi Hendrix segjast eiga svo mikið af óútgefnu efni að hægt sé að gefa út plötur á 12 til 18 mánaða millibili næsta áratuginn.

„Jimi var vinnualki. Eftir að hann kom sér upp hljóðverinu Electric Lady gat hann tekið upp eins mikið og lengi og hann vildi. Það var eins og hann vissi að hann hefði bara fjögur ár til að gera allt sem hann gerði. Við eigum ótrúlegt magn af efni, þar með töldu alveg fullt af efni sem hefur ekki komið út áður," segir Janie Hendrix, stjúpsystir Jimi.

Ekki er vitað hvenær þetta efni byrjar að koma út, en spólurnar eru vel geymdar í hitastilltum geymslum á leynilegum stöðum í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.