Innlent

Móðir lýsir eftir dóttur sinni - Týnd í fimm daga

Sara Dögg Helenardóttir
Sara Dögg Helenardóttir

„Hún er búin að vera týnd síðan á laugardag. Þá fór hún að heiman," segir Helen Halldórsdóttir. Helen lýsir eftir dóttur sinni, Söru Dögg Helenardóttur, sem hefur verið týnd í fimm daga. Sara Dögg er sextán ára.

Helen segist fyrir löngu vera búin að biðja Lögreglu að lýsa eftir Söru Dögg en það ekki gengið eftir. „Mér var sagt hjá Lögreglunni að þeir þyrftu að fá beiðni frá barnaverndarnefnd áður en þeir gætu lýst eftir henni. Ég talaði við barnavarnanefnd í morgun og þau sögðu að þau væru búin að senda tilkynningu til Lögreglu. Ég átta mig ekki á boðleiðunum þarna á milli."

Helen er að vonum afar áhyggjufull yfir hvarfi dóttur sinnar. Aðspurð hvort hún telji dóttur sína í slæmum félagsskap svarar hún: „Hún er það, það gefur alveg auga leið."

Verði einhver var við ferðir Söru Daggar er hann vinsamlegast beðinn að hafa samband á netfangið frettir@visir.is eða í síma 512-5000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×