Lífið

Kippi fær sjöu

Kippi Kaninus
Kippi Kaninus

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Vignir Karlsson hefur verið að grúska í tónlist undir nafninu Kippi Kaninus um nokkurra ára skeið. Fyrir fjórum árum gaf hann út plötuna Happens Secretly sem fékk ágætis viðtökur. Í vikunni dúkkaði upp dómur um plötuna á vef Clashmusic.

Gagnrýnandinn, David Renshaw, fer nokkuð fögrum orðum um plötu Kippa. Hann segir tónlistina áhugaverða raftónlist sem krefjist þess að hlustað sé vel á hana. Platan fær 7 í einkunn af 10 mögulegum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.