Innlent

Ánægðastur með árangurinn í Tyrklandi

tyrkir Fjármálakerfið í Tyrklandi fór á hliðina um síðustu aldamót. Mats Josefsson vann að endurreisn þess. 
Fréttablaðið/ap
tyrkir Fjármálakerfið í Tyrklandi fór á hliðina um síðustu aldamót. Mats Josefsson vann að endurreisn þess. Fréttablaðið/ap

„Besti árangurinn sem ég hef séð var í Tyrklandi,“ segir Mats Josefsson spurður um notkun norræna módelsins í endurreisn bankakerfa í kjölfar efnahagshruns. Hann viðurkennir að þetta hafi komið honum á óvart.

Efnahagslífið í Tyrklandi fór á hliðina um síðustu aldamót. Fyrir hrunið voru 72 bankar starfandi í landinu. Viðskiptahalli hefur aukist hratt. Þá var spillingin gríðarleg innan fjármálageirans enda jusu stjórnmálamenn fjármunum úr bönkum landsins til fyrirtækja og félaga sem þeim tengdust.

Ekki bætti úr skák að líran, gjaldmiðill Tyrkja, var sett á flot um svipað leyti. Það jók mjög á efnahagsvandann og gerði hann illviðráðanlegri.

Mats segir endurreisn fjármálalífsins í Tyrklandi hafa gengið mjög vel og hratt fyrir sig.

Þá hafi flýtt fyrir endurreisninni að umskiptin voru gerð fyrir opnum tjöldum.

„Stjórnvöld voru mjög dugleg við að upplýsa almenning um gang mála. Þau létu prenta upplýsingar á blöð fyrir alla hópa landsins. Sérstakir bæklingar voru fyrir þá sem kunnu ekki eða voru illa læsir og ítarlegri upplýsingar fyrir þá sem það kunnu. Það sem máli skipti var að stjórnvöld héldu landsmönnum upplýstum um gang mála. Það er nauðsynlegt að umræðan eigi sér stað á opinberum vettvangi. Sumir halda að vandamálin hreinlega hverfi ef þau eru ekki rædd. Það er ekki rétt,“ segir Mats Josefsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×