Erlent

Sjötíu ár frá upphafi heimsstyrjaldar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þýskir hermenn ganga fylktu liði um pólskar götur 1939.
Þýskir hermenn ganga fylktu liði um pólskar götur 1939.

Sjötíu ár eru í dag frá upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar en hún hófst með innrás Þjóðverja í Pólland 1. september 1939. Styrjöldinni lauk með uppgjöf Japana í ágúst 1945 og höfðu þá um 60 milljónir manna týnt lífinu. Minningarathöfn um hina föllnu verður haldin í Gdansk í Póllandi í dag og munu Angela Merkel kanslari og Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, verða meðal þeirra sem hana sækja. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa Pólverjar farið fram á að Pútín biðjist afsökunar á samkomulagi nasista og Sovétmanna árið 1939 og er ræðu Pútíns beðið með eftirvæntingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×