Innlent

Vill rannsókn á undirskriftum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður vill að ríkisstjórnin láti rannsaka ógildar undirskriftir á lista Indefence sem rekja megi til opinberra stofnana. „Það er óeðlilegt í jafn mikilvægu máli að svona undirskriftir séu raktar til RÚV eða Stjórnarráðsins, hvort sem það var gert í einkapósti eða ekki."

Þorgerður segir ýmsar leiðir til að rannsaka uppruna undirskriftanna, svo sem að skipa hóp sem fari yfir málið. „Aðalatriðið er að eyða tortryggni og byggja upp trúverðugleika gagnvört kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu, sem verða algengari í framtíðinni." - bs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×