Útilokar ekki Facebook siðareglur blaðamanna Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 2. ágúst 2009 12:34 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Það er alveg umhugsunarefni að blaðamenn eigi að setja sér einhverjar siðareglur hvað svona varðar," segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tilvitnanir í Facebook síður fólks. Sífellt algengara verður, bæði í fjölmiðlum hér á landi og erlendis, að fjölmiðlar noti upplýsingar af Facebook og öðrum samskiptavefjum við vinnslu frétta. Þóra segir ekki hafa verið rætt um viðmiðunarreglur í þessu sambandi í Blaðamannafélaginu, en hins vegar geti vel verið að félagið þurfi að taka upp þessa umræðu og taka mið af henni í reglum sínum. „Sjálf mundi ég miða við síður sem eru stilltar sem opnar, eða eru á forræði opinberra persóna með breiðan vinahóp, jafnvel þúsund eða fleiri. Svo má spyrja sig hvort ekki sé eðlilegt að leita samþykkis fyrir birtingu," segir Þóra. Hún segir almennu reglu blaðamanna um að virða ákveðin landamæri og friðhelgi einkalífsins eiga við Facebook líka. Þegar fólk sé að flagga skoðunum sínum á opnum síðum þá sé það þó tæpast leyndarmál. Bæði yfirvöld og fjölmiðlar erlendis hafa gripið til þess að setja fjölmiðlafólki viðmiðunarreglur um notkun upplýsinga af Facebook. Siðanefnd breskra fjölmiðla sendi til dæmis í síðasta mánuði frá sér álit í Facebook máli. Í leiðbeiningum nefndarinnar til fjölmiðla segir ásættanlegt að birta upplýsingar af samskiptavefjum í ákveðnum tilfellum, þrátt fyrir að þær séu ætlaðar þröngum hópi fólks. Það sé yfirleitt þegar viðkomandi vekur almenna athygli vegna eigin gjörða, eða þegar upplýsingarnar skipta máli vegna einhvers sem er í þjóðfélagsumræðunni þegar viðkomandi má búast við að kastljós fjölmiðla beinist að sér. Séu lokaðar síður notaðar til að afla upplýsinga þurfi almannahagsmunir að réttlæta birtingu þeirra. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
„Það er alveg umhugsunarefni að blaðamenn eigi að setja sér einhverjar siðareglur hvað svona varðar," segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tilvitnanir í Facebook síður fólks. Sífellt algengara verður, bæði í fjölmiðlum hér á landi og erlendis, að fjölmiðlar noti upplýsingar af Facebook og öðrum samskiptavefjum við vinnslu frétta. Þóra segir ekki hafa verið rætt um viðmiðunarreglur í þessu sambandi í Blaðamannafélaginu, en hins vegar geti vel verið að félagið þurfi að taka upp þessa umræðu og taka mið af henni í reglum sínum. „Sjálf mundi ég miða við síður sem eru stilltar sem opnar, eða eru á forræði opinberra persóna með breiðan vinahóp, jafnvel þúsund eða fleiri. Svo má spyrja sig hvort ekki sé eðlilegt að leita samþykkis fyrir birtingu," segir Þóra. Hún segir almennu reglu blaðamanna um að virða ákveðin landamæri og friðhelgi einkalífsins eiga við Facebook líka. Þegar fólk sé að flagga skoðunum sínum á opnum síðum þá sé það þó tæpast leyndarmál. Bæði yfirvöld og fjölmiðlar erlendis hafa gripið til þess að setja fjölmiðlafólki viðmiðunarreglur um notkun upplýsinga af Facebook. Siðanefnd breskra fjölmiðla sendi til dæmis í síðasta mánuði frá sér álit í Facebook máli. Í leiðbeiningum nefndarinnar til fjölmiðla segir ásættanlegt að birta upplýsingar af samskiptavefjum í ákveðnum tilfellum, þrátt fyrir að þær séu ætlaðar þröngum hópi fólks. Það sé yfirleitt þegar viðkomandi vekur almenna athygli vegna eigin gjörða, eða þegar upplýsingarnar skipta máli vegna einhvers sem er í þjóðfélagsumræðunni þegar viðkomandi má búast við að kastljós fjölmiðla beinist að sér. Séu lokaðar síður notaðar til að afla upplýsinga þurfi almannahagsmunir að réttlæta birtingu þeirra.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira