Innlent

Ölvaðir leggja sig í miðbænum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Lögreglan þurfti að vekja einhverja af ölvunarsvefni í miðbænum.
Lögreglan þurfti að vekja einhverja af ölvunarsvefni í miðbænum. Mynd/Stefán
Það var minna að gera hjá lögreglunni í Reykjavík en venjulega í nótt.

Tvær líkamsárásir voru kærðar eftir nóttina, en þær voru báðar minniháttar.

Þá hefur lögregla þurft að hafa afskipti af fólki sem sefur ölvunarsvefni í miðbænum allt fram á morgun. Að sögn lögreglu ýtir góða veðrið undir slíka hvíld.

Þá voru tveir kærðir fyrir ölvunarakstur í umdæminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×