Skoðar ófrjósemi karla 27. nóvember 2009 03:00 KOmin heim Sigríður Dögg Arnardóttir stundaði meistaranám í kynfræði í Perth. Hún segir ekki algilt að konur séu með G-blett og að lítið hafi verið fjallað um áhrif ófrjósemi á íslenska karlmenn. Sigríður Dögg Arnardóttir hefur stundað meistaranám í kynfræði við Curtin-háskólann í Perth í Ástralíu undanfarið ár. Samhliða náminu hefur hún haldið úti bloggsíðu um námsefnið þar sem hún fjallar um kynlíf og tengd mál á hispurslausan hátt. Sigríður Dögg flutti heim fyrir stuttu og mun dvelja hér á meðan hún skrifar lokaritgerð sína, auk þess sem hún tekur meðal annars að sér kynfræðslu í skólum. Meistararitgerð Sigríðar Daggar mun fjalla um áhrif ófrjósemi á íslenska karlmenn, sem hefur að hennar sögn lítið verið fjallað um. „Flestar rannsóknir einblína á áhrif ófrjósemi á konur, en áhrif þess á karlmenn hafa lítið verið rannsökuð. Ég hef verið að ráðfæra mig bæði við sálfræðinga og lækna hér heima auk þess sem ég er með leiðbeinanda úti í skólanum í Perth." Samhliða ritgerðarskrifum mun hún taka að sér að halda fyrirlestra um kynlíf og tengd málefni og nýverið hélt hún slíkan fyrirlestur fyrir stúlkur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Mér fannst þetta ótrúlega gaman og það er magnað að sjá hversu ólíka sýn þessar stúlkur höfðu á kynlíf. Þær hugsuðu meira um hvernig ætti að fullnægja karlmanni en hvernig þær ættu að fullnægja sjálfri sér. Við spjölluðum einnig mikið um saflát kvenna og G-blettinn, en það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið," segir Sigríður Dögg og bætir við að hún hafi orðið vör við mikinn áhuga fólks á efnum tengdum kynlífi. Hún segist vera bókuð til að koma fram á karlakvöldi á næstunni auk þess sem hún mun vera með innlegg í sjónvarpsþætti. „Það er augljóst að það vantar ekki áhugann hjá landanum og það er mjög fjölbreyttur hópur fólks sem deilir þessum áhuga," segir Sigríður Dögg að lokum. Áhugasamir geta nálgast Sigríði Dögg í gegnum vefsíðu hennar www.siggadogg.is. sara@frettabladid.is Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Sigríður Dögg Arnardóttir hefur stundað meistaranám í kynfræði við Curtin-háskólann í Perth í Ástralíu undanfarið ár. Samhliða náminu hefur hún haldið úti bloggsíðu um námsefnið þar sem hún fjallar um kynlíf og tengd mál á hispurslausan hátt. Sigríður Dögg flutti heim fyrir stuttu og mun dvelja hér á meðan hún skrifar lokaritgerð sína, auk þess sem hún tekur meðal annars að sér kynfræðslu í skólum. Meistararitgerð Sigríðar Daggar mun fjalla um áhrif ófrjósemi á íslenska karlmenn, sem hefur að hennar sögn lítið verið fjallað um. „Flestar rannsóknir einblína á áhrif ófrjósemi á konur, en áhrif þess á karlmenn hafa lítið verið rannsökuð. Ég hef verið að ráðfæra mig bæði við sálfræðinga og lækna hér heima auk þess sem ég er með leiðbeinanda úti í skólanum í Perth." Samhliða ritgerðarskrifum mun hún taka að sér að halda fyrirlestra um kynlíf og tengd málefni og nýverið hélt hún slíkan fyrirlestur fyrir stúlkur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. „Mér fannst þetta ótrúlega gaman og það er magnað að sjá hversu ólíka sýn þessar stúlkur höfðu á kynlíf. Þær hugsuðu meira um hvernig ætti að fullnægja karlmanni en hvernig þær ættu að fullnægja sjálfri sér. Við spjölluðum einnig mikið um saflát kvenna og G-blettinn, en það hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið," segir Sigríður Dögg og bætir við að hún hafi orðið vör við mikinn áhuga fólks á efnum tengdum kynlífi. Hún segist vera bókuð til að koma fram á karlakvöldi á næstunni auk þess sem hún mun vera með innlegg í sjónvarpsþætti. „Það er augljóst að það vantar ekki áhugann hjá landanum og það er mjög fjölbreyttur hópur fólks sem deilir þessum áhuga," segir Sigríður Dögg að lokum. Áhugasamir geta nálgast Sigríði Dögg í gegnum vefsíðu hennar www.siggadogg.is. sara@frettabladid.is
Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira