Innlent

Tendrað á Hamborgartrénu í dag

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Ljós verða tendruð á Hamborgartré á Miðbakka Reykjavíkurhafnar í 44. sinn í dag klukkan fimm.

Þetta verður í 44. sinn sem Hamborgarhöfn sendir jólatré til Reykjavíkur.

Árleg afhending trésins er þakklætisvottur til íslenskra sjómanna fyrir myndarlegar matargjafir til stríðshrjáðra barna í Hamborg eftir síðari heimstyrjöldina. Upphafsmenn þessa siðar voru blaðamennirnir Hermann Schlünz og Werner Hoening.

Ýmsir hafa lagt hönd á plóginn til að koma trénu til landsins, en þar má fyrst nefna Karl Konrad skógarhöggsmann, sem hefur hoggið tré fyrir Reykvíkinga í áratugi. Þýski herinn sér jafnan um að flytja tréð að skipshlið í Hamborg og Eimskipafélag Íslands hf sér um flutninginn til Íslands eins og það hefur gert alla tíð án endurgjalds.

Sendiherra Þýskalands mun fyrir hönd Hamborgarhafnar afhenda forsvarsmönnum Faxaflóahafna tréð.

Skipulagning verkefnisins hin síðari hefur verið á herðum Hamborgarhafnar, Faxaflóahafna og Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins.

Við afhendinguna syngur skólakór Kársnesskóla jólalög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Eftir athöfnina á Miðbakka verður boðið uppá veitingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×