Lífið

Sveppi og Auddi klæddir upp að hætti Haffa Haff

Óvenjulegir Auðunn er í bleikum kjól en Sverrir í bol sem kallar fram hárlit hans; Auðunn gæti eflaust ekki farið á Óliver í þessum fötum en Sverrir myndi hiklaust slá í gegn á einhverjum börum borgarinnar í þessari múnderingu.
Óvenjulegir Auðunn er í bleikum kjól en Sverrir í bol sem kallar fram hárlit hans; Auðunn gæti eflaust ekki farið á Óliver í þessum fötum en Sverrir myndi hiklaust slá í gegn á einhverjum börum borgarinnar í þessari múnderingu.

Ólátabelgirnir Sverrir Þór og Auðunn Blöndal eru óhræddir við að prófa nýja hluti. Þeir hafa meðal annars klætt sig upp sem rónar og verið hótað lífláti. Auðunn segir ekkert hafa toppað Haffa Haff.

„Þetta var öðruvísi og það er vægt til orða tekið," segir Auðunn í samtali við Fréttablaðið en tónlistarmaðurinn Haffi Haff tók sig til og sýndi þeim félögum hvernig ætti að klæða sig að hætti „hippogkúl"-liðsins í nýjasta þætti tvíeykisins.

Auðunn vill ekki meina að Haffi hafi fundið dulda og kvenlega hlið á sér þrátt fyrir að hafa verið klæddur upp í bleikan kjól en hvað Sveppa varðar er Auðunn ekki alveg jafn viss. „Það er meiri svona tilhneiging hjá honum; hann virðist alltaf vera tilbúinn í eitthvað svona," segir Auðunn og er skemmst að minnast þess að Sveppi tók Auðuni opnum örmum þegar þeir félagar föðmuðust án nokkurra klæða en Auðunn virtist þá vera eitthvað tvístígandi.

Óhætt er að segja að þeir félagar líti ljómandi vel út á myndunum og var jafnvel haft á orði að Sverrir Þór gæti jafnvel klæðst þeirri múnderingu dags daglega sem Haffi Haff valdi á hann;

„Þetta er sennilega eitt fáránlegasta atriði sem ég hef verið í," segir Auðunn. „Að vera þarna í Listasafni Reykjavíkur ásamt Haffa og vini hans, Steina, sem sagði ekkert nema „átta" allan tímann og stóð nánast eingöngu úti í horni allan tímann. Mér leið eins og ég væri fastur í atriði úr A Clockwork Orange eftir Stanley Kubrick."

freyrgigja@frettabladid.is





Lady Gaga-stíll Haffi og vinur hans Steini voru reffilegir þegar þeir tóku Sveppa og Audda í gegn. Stílinn sem Haffi virðist hafa valið minnir nokkuð á Lady Gaga, sem mætti einmitt á einhverja athöfn í svipuðum klæðum með tebolla í hægri.
öðruvísi Auðunn lýsir tímanum með Haffa sem öðruvísi; hann hafi hreinlega aldrei lent í öðrum eins aðstæðum.


Glæsilegir Þessi föt klæða þá félaga ákaflega vel og ljóst að Haffi gerði kraftaverk fyrir tískuvitund Audda og Sveppa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.